Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
banner
   fim 15. febrúar 2024 11:00
Brynjar Ingi Erluson
Fjórtán ára Stjörnustrákur skoraði í æfingaleik með Benfica
Alexander Máni æfir þessa dagana með Benfica í Portúgal
Alexander Máni æfir þessa dagana með Benfica í Portúgal
Mynd: Aðsend
Stjörnustrákurinn Alexander Máni Guðjónsson æfir þessa dagana með portúgalska stórliðinu Benfica.

Alexander Máni er 14 ára gamall og þykir mikið efni en hann hefur æft og spilað með meistaraflokki Stjörnunnar á undirbúningstímabilinu.

Þessi efnilegi leikmaður á að baki þrjá leiki og eitt mark fyrir U15 ára landslið Íslands og var þá valinn í úrtakshópinn sem æfði í Miðgarði í síðustu viku.

Hann er nú staddur í Lisbon í Portúgal þar sem hann hefur verið að skoða aðstæður og æfa með unglingaliðum Benfica, sem er það stærsta í Portúgal.

Á dögunum spilaði hann æfingaleik með U15 ára liðinu gegn þýska liðinu 1860 München. Alexander þurfti ekki langan tíma til að aðlagast liðsfélögum sínum og skoraði þar fallegt mark, en hann mun síðan spila annan æfingaleik á næstu dögum.

Einn Íslendingur er á mála hjá Benfica í dag en það er Víkingurinn Stígur Diljan Þórðarson. Hann kom til félagsins árið 2022 og spilar með U19 ára liðinu. Fótboltakonurnar Heiðdís Lillýardóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir spiluðu einnig fyrir félagið, en Svava Rós yfirgaf það á dögunum eftir að lánssamningi hennar lauk.
Athugasemdir
banner
banner
banner