KV er að sanka að sér goðsögnum í Vesturbænum en Pálmi Rafn Pálmason spilaði þegar liðið lagði Reyni Sandgerði í fyrstu umferð B-deildar Lengjubikarsins í dag.
Hann átti frábæran leik en hann skoraði og lagði upp í 2-0 sigri. Pálmi er fyrrum leikmaður og þjálfari KR þá er hann framkvæmdastjóri félagsins. Þessi fyrrum atvinnu og landsliðsmaður er mættur í KV frá Völsungi. Hann lék síðast fótbolta með Völsungi sumarið 2023 eftir átta ára veru hjá KR.
Þá er Theodór Elmar Bjarnason, fyrrum leikmaður og aðstoðarþjálfari KR og Óskar Örn Hauksson fyrrum leikmaður KR og leikjahæsti leikmaður efstu deildar æfa með liðinu. Óskar er fertugur en hann var ráðinn styrktarþjálfari Víkings í fyrra en hann steig inn á völlinn og bætti leikjametið síðasta sumar.
KFG er á toppi riðils eitt eftir sigur á Kormáki/Hvöt en Hvíti riddarinn og Þróttur Vogum skildu jöfn. Víðir lagði Árborg í riðli tvö og Magni vann heimasigur gegn KFA á Grenivík í riðli fjögur.
B-deild riðill eitt
KFG 4 - 1 Kormákur/Hvöt
1-0 Daníel Darri Þorkelsson ('16 )
1-1 Moussa Ismael Sidibe Brou ('20 )
2-1 Magnús Andri Ólafsson ('36 , Mark úr víti)
3-1 Guðmundur Ísak Bóasson ('46 )
4-1 Stefán Alex Ríkarðsson ('61 )
Hvíti riddarinn 2 - 2 Þróttur V.
0-1 Jóhann Þór Arnarsson ('6 )
1-1 Hilmar Þór Sólbergsson ('52 )
2-1 Aron Daði Ásbjörnsson ('68 )
2-2 Guðni Sigþórsson ('73 )
KV 2 - 0 Reynir S.
1-0 Pálmi Rafn Pálmason ('73 )
2-0 Jökull Tjörvason ('78 )
B-deild riðill tvö
Árborg 0 - 3 Víðir
0-1 Haraldur Smári Ingason ('60 )
0-2 Cristovao A. F. Da S. Martins ('64 )
0-3 Cristovao A. F. Da S. Martins ('66 )
B-deild riðill fjögur
Magni 2 - 0 KFA
1-0 Tómas Örn Arnarson ('53 , Mark úr víti)
2-0 Gunnar Darri Bergvinsson ('84 )
Rautt spjald: Tómas Örn Arnarson , Magni ('90)
Lengjubikar karla - B-deild, riðill 1
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. KFG | 1 | 1 | 0 | 0 | 4 - 1 | +3 | 3 |
2. Hvíti riddarinn | 1 | 0 | 1 | 0 | 2 - 2 | 0 | 1 |
3. Þróttur V. | 1 | 0 | 1 | 0 | 2 - 2 | 0 | 1 |
4. KV | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
5. Reynir S. | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
6. Kormákur/Hvöt | 1 | 0 | 0 | 1 | 1 - 4 | -3 | 0 |
Lengjubikar karla - B-deild, riðill 2
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Ýmir | 1 | 1 | 0 | 0 | 6 - 0 | +6 | 3 |
2. Ægir | 1 | 1 | 0 | 0 | 4 - 1 | +3 | 3 |
3. Víðir | 1 | 1 | 0 | 0 | 3 - 0 | +3 | 3 |
4. Augnablik | 1 | 0 | 0 | 1 | 1 - 4 | -3 | 0 |
5. Árborg | 1 | 0 | 0 | 1 | 0 - 3 | -3 | 0 |
6. Víkingur Ó. | 1 | 0 | 0 | 1 | 0 - 6 | -6 | 0 |
Lengjubikar karla - B-deild, riðill 4
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Magni | 1 | 1 | 0 | 0 | 2 - 0 | +2 | 3 |
2. Dalvík/Reynir | 1 | 1 | 0 | 0 | 2 - 1 | +1 | 3 |
3. Höttur/Huginn | 1 | 1 | 0 | 0 | 2 - 1 | +1 | 3 |
4. KF | 1 | 0 | 0 | 1 | 1 - 2 | -1 | 0 |
5. Tindastóll | 1 | 0 | 0 | 1 | 1 - 2 | -1 | 0 |
6. KFA | 1 | 0 | 0 | 1 | 0 - 2 | -2 | 0 |
Athugasemdir