Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mið 15. apríl 2020 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Hvað er að frétta frá Stokkhólmi? Kemur að sársaukaþröskuldi
Magni Fannberg er  þróunarstjóri hjá sænska félaginu AIK í Stokkhólmi.
Magni Fannberg er þróunarstjóri hjá sænska félaginu AIK í Stokkhólmi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Eins og staðan er í dag munu öll liðin hjá okkur æfa fram að móti frá og með þriðjudegi.''
,,Eins og staðan er í dag munu öll liðin hjá okkur æfa fram að móti frá og með þriðjudegi.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég hef verið aðeins meira en venjulega úti á velli og stýrt æfingum með aðalliðinu og þeirra teymi síðustu vikur.''
,,Ég hef verið aðeins meira en venjulega úti á velli og stýrt æfingum með aðalliðinu og þeirra teymi síðustu vikur.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,AIK Fotboll hefur nýtt ser lausn ríkisins um að setja starfsfólk sitt tímabundið og að hluta til (60%) á atvinnuleysisbætur.''
,,AIK Fotboll hefur nýtt ser lausn ríkisins um að setja starfsfólk sitt tímabundið og að hluta til (60%) á atvinnuleysisbætur.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Íslenskt íþótta- og æskulýðstarf er á heimsmælikvarða og fjárfesting félaganna í sterkara afreksstarfi getur reynst gæfuspor,''
,,Íslenskt íþótta- og æskulýðstarf er á heimsmælikvarða og fjárfesting félaganna í sterkara afreksstarfi getur reynst gæfuspor,''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Sænska knattspyrnusambandið hefur sent fyrirspurn til FIFA um möguleikana á að lengja gluggann sem lokaði þann 31. mars.''
,,Sænska knattspyrnusambandið hefur sent fyrirspurn til FIFA um möguleikana á að lengja gluggann sem lokaði þann 31. mars.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Persónulega hef ég og fólkið í kringum mig sloppið vel, sem ég þakka fyrir.''
,,Persónulega hef ég og fólkið í kringum mig sloppið vel, sem ég þakka fyrir.''
Mynd: Austurglugginn/Gunnar
Magni Fannberg er þróunarstjóri hjá sænska félaginu AIK í Stokkhólmi. Eins og annars staðar í heiminum er þar glímt við heimsfaraldur Covid-19 veirunnar. Við tókum púlsinn á honum og spurðum út í stöðuna þar og svo hvað honum finnst um hvernig tekið er á málum hér á landi.

Sjá einnig:
Hvað er að frétta frá Hong Kong: Spiluðu í 8 vikur án áhorfenda

Hvernig hafa síðustu vikur verið hjá AIK eftir heimsfaraldurinn i Covid-19?
Síðustu vikur hafa farið svolítið í að skipuleggja í kringum þau viðmið sem við höfum fengið frá heilbrigðisyfirvöldum. Bæði til styttri og lengri tíma.

Hafið þið æft allan tímannn, ef ekki hversu lengi voru engar æfingar?
Aðalliðið tók ser frí í tvær vikur þegar bikarleiknum gegn Malmö FF (15. mars) var frestað og yngri liðin hafa æft alveg þar til núna fyrir páska þegar þau tóku páskafrí þar sem mótinu hefur verið seinkað.

Enn svo hefur aðalliðið æft síðustu 2 vikurnar og eins og staðan er í dag munu öll liðin hjá okkur æfa fram að móti frá og með þriðjudegi.

Hvernig er staðan almennt í Svíþjóð, er mismunandi hvernig félög hafa hagað málum hvað varðar æfingar undanfarnar vikur?
Liðin hafa gert þetta mjög mismunandi. Ég held að mörg lið hafi tekið frí í styttri tíma en landið er mjög stórt og aðstæður mismunandi eftir landshlutum.

Svíar fóru aðrar leiðir en flestar aðrar þjóðir í baráttunni við heimsfaraldurinn. Hvaða skoðun hefur þú á því?
Ég hef enga sérstaka skoðun á því. Ég hef hvorki þekkingu né reynslu af heimsfaraldri sem Covid-19. Hinsvegar finnst mér Anders Tegnell sóttvarnalæknir og hans samstarfsmenn sem hafa staðið í sviðsljósinu hafi komið einstaklega vel fyrir í fjölmiðlum og komið fram af yfirvegun og virðast samkvæmt skoðunarkönnunum njóta trausts almennings.

Hvaða áhrif hefur þetta haft á starf þitt sem þróunarstjóri AIK?
Ég hef verið aðeins meira en venjulega úti á velli og stýrt æfingum með aðalliðinu og þeirra teymi síðustu vikur þar sem við höfum reynt að komast hjá kontakti milli leikmanna.

Annars hafa fundir farið fram í gegnum netið og við haft tíma til að skipuleggja til lengri tíma á bakvið tjöldin þar sem liðin hafa ekki spilað leiki.

Hvaða áhrif hefur heimsfaraldurinn haft á fjármálin hjá félaginu. Hefur gengið vel að greiða laun?
AIK Fotboll hefur nýtt ser lausn ríkisins um að setja starfsfólk sitt tímabundið og að hluta til (60%) á atvinnuleysisbætur.

Svo lengi sem ástandið batnar næstu vikurnar eða mánuðina hef ég engar stórar ahyggjur af stöðu félagsins.

Hvað finnst þér um stöðuna á Íslandi hvað fótboltann varðar?
Það hefur ekkert uppá sig ad velta framkvæmd mótahaldsins fyrir sér fyrr en það liggja fyrir einhver viðmið frá stjórnvöldum um mögulega framkvæmd.

Ég hef svo fylgst með fréttum af erfiðu rekstrarumhverfi félaga bæði fyrir og eftir Covid-19, efni sem ég persónulega hef sterkar skoðanir á sem kannski er erfitt að koma frá sér í stuttu máli og er mál sem hefur margar hliðar.

Þær afleiðingar sem Covid-19 munu væntalega hafa á atvinnulífið á Íslandi mun væntanlega hafa sín áhrif á íþróttafélögin í landinu eins og við sáum eftir efnahagshrunið 2008.

Ég vona að íslensk félög noti væntalegar breytingar til að skoða vel strúkturinn í sínum félögum og byggja framtíðarstefnu sem stendur undir sér og er ekki eins háð styrkjum eða auglýsingatekjum frá fyrirtækjum og einstaklingum líkt og nú.

Styrkir og auglýsingatekjur eru og verða alltaf hluti af rekstri íþróttafélaga en það er erfitt að byggja margra miljóna króna rekstur og ráða fólk í vinnu á þeim forsendum, eins og dæmin sýna með leikmannasamninga sem félögin eiga erfitt með að standa við í dag.

Í öllu mótlæti gefast möguleikar og ég vonast til þess að við sjáum félögin í landinu læra af þeim aðstæðum sem upp eru komnar og reyna byggja rekstrarmódel sem gera uppbyggingu félaganna meira sjálfbæra og standi undir sínum rekstri, annað er ekkert nema óábyrgt af stjórnendum félaganna.

Íslenskt íþrótta- og æskulýðsstarf er á heimsmælikvarða og ég vonast til þess að við eigum eftir að sjá fleiri félög nýta sér afrakstur þess starfs og spila í meira mæli á ungum íslenskum leikmönnum. Það ætti að vera hagstæðara rekstrarlega og geta verið hluti af rekstrarmódeli sem aflar tekna til lengri og styttri tíma, sem þá getur skapað möguleika til lengri tíma fjárfestinga.

Ég vonast til þess að félögin geri rekstrarmódel sem fjárfesti í innviði félaganna og gefi þjálfurum okkar núverandi og framtíðar afreksfólki möguleika til að nota þekkingu sína til að undirbúa þá sem best fyrir framtíðina og betri árangurs.

Íslenskt íþótta- og æskulýðstarf er á heimsmælikvarða og fjárfesting félaganna í sterkara afreksstarfi getur reynst gæfuspor.

Að því sögðu vonast ég einnig til að félögin leiti annara leiða til að skapa sterkari rekstrargrundvöll og að við eigum eftir að sjá félög rekin á þeim grundvelli með fjölbreyttari hætti enn við höfum séð hingað til. Enn slík greining þarfnast meiri tíma og útskýringa enn möguleiki gefst á í svona stuttu viðtali.

Styrkur íslensks íþróttastarfs liggur í sterku íþrótta- og æskulýðsstarfi og vel menntuðum og reyndum þjálfurum. Nú er tækifæri til að veita þessum mannauði sterkara og betra vinnuumhverfi.

Hefur verið rætt um að breyta félagaskiptaglugga í Svíþjóð þegar ljóst verður hvenær deildin hefst?
Sænska knattspyrnusambandið hefur sent fyrirspurn til FIFA um möguleikana á að lengja gluggann sem lokaði þann 31. mars.

Svona almennt held ég að það sé ósk félaganna að sá gluggi verði lengdur.

Má búst einhverjum breytingum hjá ykkur til frambúðar eftir að heimsfaraldrinum lýkur?
Svo lengi sem ástandið batnar næstu vikurnar á ég ekki von á því. Ef þetta hingsvegar dregst á langinn þá kemur auðvitað að sársaukaþröskuldi sem getur leitt til erfiðra ákvarðanna í framhaldinu.

Hafa leikmenn hjá ykkur fengið sjúkdóminn eða lent ísóttkví?
AIK Fotboll hefur sem reglu að tjá sig ekki um heilsu einstakra leikmanna eða starfsfólks. En eins og hefur komið fram í fjölmiðlum höfum við haft veikindi i leikmannahópnum sem grunur leikur á að sé Covid-19.

Hvernig sérðu fyrir þér að næstu vikur og mánuðir verði?
Við getum ekki annað en haldið okkur við þær upplýsingar sem við höfum á hverjum tíma og eins og staðan er núna er stefnt á að tímabilið fari af stað í byrjun júní.

Fyrir okkur þýðir það í dag að undirbúningur hefst af fullum krafti núna í næstu viku.

Hvernig hafa málin verið persónulega hjá þér. Hefur gengið vel að komast í gegnum þetta?
Persónulega hef ég og fólkið í kringum mig sloppið vel, sem ég þakka fyrir, en þrátt fyrir það hefur faraldurinn mikil áhrif á samfélagið í heild sinni og það er erfitt að láta ekki á sig fá.
Athugasemdir
banner
banner