Það styttist í að Besta deild kvenna hefjast, við hér á Fótbolta.net erum byrjuð að spá fyrir tímabilið og komið er að því að kynna leikmann úr liðinu sem spáð er 9. sæti í sumar.
Eva Rut er uppalin í Aftureldingu og lék einnig með HK/Víkingi áður en hún gekk í raðir Fylkis fyrir tímabilið 2020. Eva er fyrrum unglingalandsliðskona, lék á sínum tíma 23 leiki fyrir yngri landsliðin og skoraði fimm mörk. Hún er fyrirliði Fylkis og skoraði ellefu mörk í átján leikjum þegar Fylkir fór upp úr Lengjudeildinni í fyrra.
Í dag segir hún frá hinni hliðinni sinni.
Eva Rut er uppalin í Aftureldingu og lék einnig með HK/Víkingi áður en hún gekk í raðir Fylkis fyrir tímabilið 2020. Eva er fyrrum unglingalandsliðskona, lék á sínum tíma 23 leiki fyrir yngri landsliðin og skoraði fimm mörk. Hún er fyrirliði Fylkis og skoraði ellefu mörk í átján leikjum þegar Fylkir fór upp úr Lengjudeildinni í fyrra.
Í dag segir hún frá hinni hliðinni sinni.
Fullt nafn: Eva Rut Ásþórsdóttir
Gælunafn: Eva er nógu stutt þannig ég er ekki með neitt
Aldur: 22 ára
Hjúskaparstaða: Í sambandi
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: Ég held að það hafi verið í byrjun árs 2016 á mót Breiðablik í faxaflóamóti með Aftureldingu. Fékk einhverjar 5 mínútur þannig ekkert sérstakt sem maður man eftir.
Uppáhalds drykkur: Ég er að æfa mig að drekka kaffi og er fan af ískaffinu, finnst það mjög gott.
Uppáhalds matsölustaður: Xo
Hvernig bíl áttu: Ég er á frábærum Kia picanto
Áttu hlutabréf eða rafmynt: já ég á tvö hlutabréf, engar upphæðir samt bara eitthvað smá uppá stemninguna.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Ég er lítið að horfa á þætti en en friends er í uppáhaldi
Uppáhalds tónlistarmaður: Jón Jónsson og Stjórnin
Uppáhalds hlaðvarp: Dr. football
Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Snapchat
Fyndnasti Íslendingurinn: Viktoría Diljá Halldórsdóttir
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Hvar er jakkinn? – Sara Dögg
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Það væri erfitt að ná mér á Ísafjörð
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Cecilía Rán er unreal góð
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Gunni þjálfari Fylkis í dag
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Selma Dögg í Víking, hleypur endalaust og er alltaf mætt í bakið á manni
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Sara Björk og Gylfi Sig
Sætasti sigurinn: Sigurinn á móti Gróttu í sumar þegar við tryggðum okkur upp í Bestu
Mestu vonbrigðin: Falla með Fylki 2021
Uppáhalds lið í enska: Liverpool
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Karen María í Þór/KA
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Mér finnst Arnfríður Auður í Gróttu fáránlega góð!
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Gunnar Bergmann Sigmarsson
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Guðrún Karítas Sigurðardóttir
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Það eru flestar á föstu en hendi Viktoríu fyrir rútuna
Uppáhalds staður á Íslandi: Seyðisfjörður er fallegasti staður sem ég hef komið á, mjög gott að vera þar
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Í leik í lengjubikarnum í fyrra kom hár bolti á Viktoríu og hún rétti bara upp hendina og tók boltann með hendinni áður en boltinn fór útaf og hún fékk gult spjald fyrir það, mjög gott
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Ekkert svakalegt, þarf bara alltaf að gera sömu boltarútínu fyrir leik
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ég get horft á hvaða íþrótt sem er og haft gaman af því en ég fylgist sérstaklega með playoffs í körfunni
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike tiempo
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Arfaslök í enskunni og er enn
Vandræðalegasta augnablik: Í uppspili daginn fyrir leik á u19 æfingu ætla ég að skipta boltanum út á kant og negli í Dodda þjálfara, getum orðað það þannig að hann var ekki sáttur
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Ég tæki Söru systur mína og Tinnu Harðar með mér þar sem við þrjár gætum búið saman og ekki fengið nóg af hvor annarri og svo myndi Viktoría Diljá koma með okkur til að sjá til þess að það væri alltaf stemning og gaman
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Ég myndi henda Fanney með gítarinn í Idolið,
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég varð íslandsmeistari í kúluvarpi þegar ég var 12 ára
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Tijana, bara hversu mikill meistari ein kona getur verið
Hverju laugstu síðast: Að það væru 5 mín í mig en var ekki lögð af stað
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Sendingakassi er ekki í miklu uppáhaldi, annars mikill fan af sendingaræfingum
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spurja Messi hvort hann þoli ekki Ronaldo
Athugasemdir