Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   þri 15. apríl 2025 08:20
Brynjar Ingi Erluson
Amorim mikill aðdáandi Semenyo
Antoine Semenyo
Antoine Semenyo
Mynd: EPA
Portúgalski stjórinn Ruben Amorim er mikill aðdándi Antoine Semenyo, framherja Bournemouth, en þetta segir hinn afar áreiðanlegi David Ornstein í viðtali á NBC Soccer í gær.

Amorim ætlar að gera margar breytingar á leikmannahópnum hjá United í sumar og er ljóst að hann mun vilja styrkja sóknarlínuna til muna.

Semenyo, sem er 25 ára gamall, er sagður henta Amorim frábærlega. Hann sé vinnusamur vængmaður sem kemur að mörgum mörkum og er þá öflugur varnarlega.

Ornstein sagði við NBC að Amorim væri mjög hrifinn af Semenyo, en það gæti þó kostað sitt fyrir United að fá hann í sumar.

Bournemouth er talið vilja um 65 milljónir punda fyrir leikmanninn, sem yrði metsala hjá félaginu. Samkvæmt enskum miðlum er ólíklegt að eigendur United komi til með að heimila svo háa upphæð fyrir vængmanninn og þá sérstaklega ef liðinu mistekst að komast í Evrópukeppni á næstu leiktíð.

Semenyo hefur komið að þrettán mörkum í deildinni á tímabilinu og verið þeim gríðarlega mikilvægur í Evrópubaráttunni.
Athugasemdir
banner
banner