Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
   sun 15. maí 2022 22:01
Elvar Geir Magnússon
Heimir Guðjóns: Aldrei lent í því áður að tveir meiðist í upphitun
Úr leik Stjörnunnar og Vals.
Úr leik Stjörnunnar og Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í kvöld. Eina mark leiksins kom í uppbótartíma. Varamaðurinn Óskar Örn Hauksson lagði upp fyrir annan varamann, Oliver Haurits og Stjarnan vann 1-0.

Hvað fór úrskeiðis hjá Val í aðdraganda marksins?

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Valur

„Við unnum boltann en sending og hlaup fór ekki saman. Það hefði verið skynsamlegra að senda boltann innfyrir vörnina. Það er oft gott í fótbolta að virða bara stigið," sagði Heimir Guðjónsson.

Hvernig fannst honum spilamennska Vals?

„Fyrri hálfleikur var upp og niður, hefðum mátt vera betri. Við vorum fínir í seinni hálfleik og sköpuðum góð færi. Samt sem áður fannst mér vanta betri ákvarðanatökur á síðasta þriðjungi. Það var óþarfi að tapa leiknum."

Arnór Smárason og Patrick Pedersen áttu að byrja leikinn en meiddust báðir í upphitun. Heimir hefur aldrei lent í því áður að tveir meiðist rétt fyrir leik.

Heimir telur að meiðsli þeirra séu ekki alvarleg og þá vonast Heimir til þess að Aron Jóhannsson verði einnig klár fyrir næsta leik sem er gegn Víkingi.

„Sjúkraþjálfarinn er þó ekki vongóður um að hann verði klár gegn Víking en vonandi eftir það."


Athugasemdir