Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
banner
   sun 15. maí 2022 22:01
Elvar Geir Magnússon
Heimir Guðjóns: Aldrei lent í því áður að tveir meiðist í upphitun
Úr leik Stjörnunnar og Vals.
Úr leik Stjörnunnar og Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í kvöld. Eina mark leiksins kom í uppbótartíma. Varamaðurinn Óskar Örn Hauksson lagði upp fyrir annan varamann, Oliver Haurits og Stjarnan vann 1-0.

Hvað fór úrskeiðis hjá Val í aðdraganda marksins?

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Valur

„Við unnum boltann en sending og hlaup fór ekki saman. Það hefði verið skynsamlegra að senda boltann innfyrir vörnina. Það er oft gott í fótbolta að virða bara stigið," sagði Heimir Guðjónsson.

Hvernig fannst honum spilamennska Vals?

„Fyrri hálfleikur var upp og niður, hefðum mátt vera betri. Við vorum fínir í seinni hálfleik og sköpuðum góð færi. Samt sem áður fannst mér vanta betri ákvarðanatökur á síðasta þriðjungi. Það var óþarfi að tapa leiknum."

Arnór Smárason og Patrick Pedersen áttu að byrja leikinn en meiddust báðir í upphitun. Heimir hefur aldrei lent í því áður að tveir meiðist rétt fyrir leik.

Heimir telur að meiðsli þeirra séu ekki alvarleg og þá vonast Heimir til þess að Aron Jóhannsson verði einnig klár fyrir næsta leik sem er gegn Víkingi.

„Sjúkraþjálfarinn er þó ekki vongóður um að hann verði klár gegn Víking en vonandi eftir það."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner