Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. maí 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Van Dijk útskýrir skiptinguna - „Vonandi verður þetta í lagi"
Virgil van Dijk
Virgil van Dijk
Mynd: EPA
Hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk neyddist til að fara af velli eftir venjulegan leiktíma í leik Liverpool og Chelsea í úrslitum enska bikarsins í gær en hann segist hafa fundið til í hnénu.

Liverpool missti Mohamed Salah af velli eftir hálftímaleik og síðan fór Van Dijk meiddur af velli áður en framlengingin hófst.

Salah verður klár fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni og þá segir Van Dijk að hans meiðsli séu ekki af alvarlegum toga.

„Vonandi er þetta allt í lagi, við ætlum að láta kíkja á þetta," sagði Van Dijk.

„Ég fann fyrir því í fyrri hálfleiknum þegar ég var að hlaupa. Ég fann smá sársauka í hnénu og hélt áfram að spila. Undir lokin þá gat ég ekki tekið frekari áhættu og þurfti því að treysta Joel. Vonandi verður þetta í lagi," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner