Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   mið 15. maí 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
De Zerbi býst við að Lallana fari í þjálfun
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Brighton tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og svaraði Roberto De Zerbi þjálfari Brighton spurningum á fréttamannafundi í gær.

De Zerbi þekkir vel til úkraínska kantmannsins Mykhailo Mudryk eftir að hafa þjálfað hann hjá Shakhtar Donetsk.

„Ég held að það hafi verið erfitt fyrir hann að koma í nýtt land og nýja deild. Hann er að spila á hærra stigi en áður og hefur þurft aðlögunartíma og það er meiri samkeppni um byrjunarliðssæti hjá Chelsea heldur en var hjá Shakhtar," sagði De Zerbi og hélt áfram.

„Hann er gáfaður náungi sem elskar fótbolta og ég tel að (Mauricio) Pochettino (þjálfari Chelsea) hafi staðið sig mjög vel í sínu starfi, hann hefur hjálpað honum mikið. Núna er Mudryk byrjaður að spila mjög vel og það er augljóst að það búa mikil gæði í honum."

De Zerbi var svo spurður út í Adam Lallana sem yfirgefur Brighton í sumar eftir rúmlega 100 leiki á fjórum árum hjá félaginu.

„Við erum að missa frábæran leikmann og stórkostlegan mann úr hópnum. Ég hef verið heppinn að fá að starfa með honum því þetta er mjög heiðarleg manneskja, algjör topp maður, sem hefur kennt mér margt. Hann gæti orðið þjálfari í framtíðinni vegna þess að hann skilur hvernig fótbolti virkar.

„Þegar ég kom fyrst til Brighton var hann mjög mikilvægur í mínu aðlögunarferli. Ég mun ekki gleyma því. Við höfum talað til lengdar um fótbolta og mismunandi leikstíla, við töluðum sérstaklega mikið um stjórnunarhætti Jürgen Klopp og hugmyndir hans um fótbolta.

„Við elskum báðir fótbolta og þegar maður elskar fótbolta þá lifir maður í honum."

Athugasemdir
banner
banner
banner