Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   mið 15. maí 2024 15:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Erlendu útileikmenn Þórs/KA glíma við meiðsli
Lidija Kulis.
Lidija Kulis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA er með tvo erlenda útileikmenn í sínum leikmannahópi. Það eru þær Lidija Kulis og Lara Ivanusa. Lidija er landsliðskona frá Bosníu & Hersegóvínu og Lara er slóvensk landsliðskona.

Þær voru ekki í leikmannahópi Þórs/KA gegn Keflavík í Bestu deildinni í gær vegna meiðsla. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari liðsins, ræddi um stöðuna á þeim og Huldu Ósk Jónsdóttur sem fór meidd af velli í leiknum.

Lestu um leikinn: Þór/KA 4 -  0 Keflavík

„Hulda fór aðeins í ökklanum undir lok fyrri hálfleiks. Pirrandi meiðsli, hún hefur verið að stríða við það áður og því ekki alveg óþekkt. Hún hefði getað pínt sig en það er ekki þess virði. Við erum með sterka leikmenn á bekknum sem koma bara inn og Hulda reynir bara að jafna sig og gera sig klára. Það er stutt í næsta leik," sagði Jói.

„Það er beinmar í hælnum á Löru, framherjanum okkar, það er gríðarlega erfitt að eiga við það en þetta er þó að koma aðeins til baka. Við erum að verða bjartsýnni með það. Lidija er farin að hlaupa og við vonumst til að það séu ekki nema 1-2 vikur í hana. Þær koma á völlinn áður en við vitum af," sagði þjálfarinn.

Þór/KA er eftir sigurinn í gær með 12 stig eftir 5 umferðir. Næsti leikur verður gegn Tindastól á laugardag.
Var með í maganum fyrir leikinn - „Ekki mikið talað um þær"
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 14 13 0 1 34 - 4 +30 39
2.    Valur 14 13 0 1 40 - 13 +27 39
3.    Þór/KA 14 9 0 5 31 - 17 +14 27
4.    Víkingur R. 14 5 5 4 18 - 21 -3 20
5.    FH 14 6 1 7 19 - 25 -6 19
6.    Stjarnan 14 5 1 8 17 - 29 -12 16
7.    Þróttur R. 14 4 2 8 13 - 19 -6 14
8.    Tindastóll 14 3 2 9 14 - 30 -16 11
9.    Fylkir 14 2 3 9 14 - 26 -12 9
10.    Keflavík 14 3 0 11 9 - 25 -16 9
Athugasemdir
banner
banner
banner