Guardian og WhoScore hafa sett saman lista yfir tíu óvæntar stjörnur tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Þeir vinna enga bikara eða eintaklingsverðlaun en þessir leikmenn hafa verið algjörir lykilmenn fyrir lið sín á tímabilinu.
Ryan Christie, Bournemouth - Iraola hefur fært Christie í meira varnarhlutverk á miðjunni og það hefur lukkast ákaflega vel. Sköpunarmátturinn er þó enn til staðar og hann er með fimm stoðsendingar.
Ross Barkley, Luton - Kom með mikinn drifkraft á miðsvæðið. Luton fer í Championship en Barkley hefur sýnt að hann á að vera í efstu deild.
Athugasemdir