Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mið 15. júní 2016 12:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Annecy
Þorgrímur klár með nýja bók: 2-0 sigur á móti Ungverjum
Icelandair
Þorgrímur á æfingu liðsins.
Þorgrímur á æfingu liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það skemmtilegasta við þennan leik var að úrslitin komu mér ekki á óvart," sagði Þorgrímur Þráinsson um leik Íslands og Portúgals er Fótbolti.net spjallaði við hann á æfingu landsliðsins í dag.

„Þetta mun koma fram um jólin því að ég er búinn að skrifa bók um dvöl okkar í Annecy og hún fjallar um franskan strák. Í bókinni var 1-1 jafntefli gegn Portúgal, 2-0 sigur á móti Ungverjalandi og ég vil halda því opnu hvernig leikurinn á móti Austurríki fer."

„Við erum með liðsheild. Auðvitað eru Portúgal frábærir en Ísland getur náð eins og við viljum. Við skulum byrja á að fara upp úr riðlinum og ég hef trú á að við gerum það, út frá því sem við höfum skrifað."

Þorgrímur segist hafa tárast þegar „Ég er kominn heim" var spilað og 8000 Íslendingar tóku undir.

„Guð minn góður, þetta var augnablik þar sem ég varð að taka upp símann og fanga þetta. Ég táraðist þegar ég heyrði þetta lag og þessa stemningu," sagði Þorgrímur en myndband hans má sjá neðst í fréttinni.

Það kom honum á óvart að Cristiano Ronaldo sé ekki þroskaðari en það en að fara í fýlu eftir leik og tala illa um andstæðinginn.

„Mér finnst ekki óeðlilegt að stórstjarna eins og hann er svekkt en ég hefði haldið það að maður með hans reynslu væri þroskaðri. Auðvitað er hann svekktur en hann mun klárlega sjá eftir þessu í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner