„Það skemmtilegasta við þennan leik var að úrslitin komu mér ekki á óvart," sagði Þorgrímur Þráinsson um leik Íslands og Portúgals er Fótbolti.net spjallaði við hann á æfingu landsliðsins í dag.
„Þetta mun koma fram um jólin því að ég er búinn að skrifa bók um dvöl okkar í Annecy og hún fjallar um franskan strák. Í bókinni var 1-1 jafntefli gegn Portúgal, 2-0 sigur á móti Ungverjalandi og ég vil halda því opnu hvernig leikurinn á móti Austurríki fer."
„Þetta mun koma fram um jólin því að ég er búinn að skrifa bók um dvöl okkar í Annecy og hún fjallar um franskan strák. Í bókinni var 1-1 jafntefli gegn Portúgal, 2-0 sigur á móti Ungverjalandi og ég vil halda því opnu hvernig leikurinn á móti Austurríki fer."
„Við erum með liðsheild. Auðvitað eru Portúgal frábærir en Ísland getur náð eins og við viljum. Við skulum byrja á að fara upp úr riðlinum og ég hef trú á að við gerum það, út frá því sem við höfum skrifað."
Þorgrímur segist hafa tárast þegar „Ég er kominn heim" var spilað og 8000 Íslendingar tóku undir.
„Guð minn góður, þetta var augnablik þar sem ég varð að taka upp símann og fanga þetta. Ég táraðist þegar ég heyrði þetta lag og þessa stemningu," sagði Þorgrímur en myndband hans má sjá neðst í fréttinni.
Það kom honum á óvart að Cristiano Ronaldo sé ekki þroskaðari en það en að fara í fýlu eftir leik og tala illa um andstæðinginn.
„Mér finnst ekki óeðlilegt að stórstjarna eins og hann er svekkt en ég hefði haldið það að maður með hans reynslu væri þroskaðri. Auðvitað er hann svekktur en hann mun klárlega sjá eftir þessu í dag."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir






















