Frábær félagsframmistaða í dag
Lærisveinar Greg Ryder mættu á Leiknisvöll í dag og lönduðu sterkum sigri þar sem Alvaro Montejo var heimamönnum erfiður ljár í þúfu. Montejo skoraði tvö mörk og lagði að auki eitt.
“Ég tel þetta vera mjög erfiðan völl til að koma á – þú átt alveg auðveldan leik hérna og í dag var þetta ekki auðveldur leikur þótt lokatölur kannski bendi til þess að þetta hafi verið þægilegur leikur – við þurfum að vinna virkilega fyrir þessu og þetta var okkar besta varnarframmistaða á þessu tímabili.“ hafði Gregg Ryder að segja um leikinn að segja.
“Ég tel þetta vera mjög erfiðan völl til að koma á – þú átt alveg auðveldan leik hérna og í dag var þetta ekki auðveldur leikur þótt lokatölur kannski bendi til þess að þetta hafi verið þægilegur leikur – við þurfum að vinna virkilega fyrir þessu og þetta var okkar besta varnarframmistaða á þessu tímabili.“ hafði Gregg Ryder að segja um leikinn að segja.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 - 3 Þór
Þórsarar voru agaðir í fyrri hálfleiknum og komust yfir með frábæru marki Alvaro Montejo, sem kannski mætti segja að hafi komið nokkuð gegn gangi leiksins.
“Mörkin sem við skoruðum voru öll frábær – við skoruðum þrjú frábær mörk gegn Haukum líka en ég vil virkilega einblína á að það hversu vel liðið stóð sig í dag sem heild, varnarlega og þá sérstaklega i ljósi þeirra meiðsla sem við höfum orðið fyrir.“
“Við vorum með unga öftustu línu og markmann í dag og ég vil hrósa yngri flokka þjálfurum félagsins fyrir að framleiða og skila upp svona ungum leikmönnum svo þetta var virkilega flott félagsframmistaða í dag.“
Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir