Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 17. apríl 2020 16:30
Elvar Geir Magnússon
Vonar að íslensk félög noti ástandið til að byggja traustari stefnu
Magni Fannberg hefur verið íslenska landsliðinu til aðstoðar síðustu ár.
Magni Fannberg hefur verið íslenska landsliðinu til aðstoðar síðustu ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vona að íslensk félög noti væntanlegar breytingar til að skoða vel strúktúrinn í sínum félögum og byggi framtíðarstefnu sem stendur undir sér og er ekki eins háð styrkjum eða auglýsingatekjum frá fyrirtækjum og einstaklingum líkt og nú," sagði Magni Fannberg í viðtali við Fótbolta.net í vikunni.

Magni er í dag þróunarstjóri hjá sænska félaginu AIK í Stokkhólmi en hefur sterkar skoðanir á íslensku fótboltaumhverfi. Hann hefur fylgst með fréttum af erfiður rekstrarumhverfi íslenskra félaga, bæði fyrir og eftir Covid-19.

„Þær afleiðingar sem Covid-19 munu hafa á atvinnulífið á Íslandi mun væntanlega hafa sín áhrif á íþróttafélögin í landinu eins og við sáum eftir efnahagshrunið 2008," segir Magni.

„Styrkir og auglýsingatekjur eru og verða alltaf hluti af rekstri íþróttafélaga en það er erfitt að byggja margra miljóna króna rekstur og ráða fólk í vinnu á þeim forsendum, eins og dæmin sýna með leikmannasamninga sem félögin eiga erfitt með að standa við í dag."

„Í öllu mótlæti gefast möguleikar og ég vonast til þess að við sjáum félögin í landinu læra af þeim aðstæðum sem upp eru komnar og reyna byggja rekstrarmódel sem gera uppbyggingu félaganna meira sjálfbæra og standi undir sínum rekstri, annað er ekkert nema óábyrgt af stjórnendum félaganna."

Vonandi spilað í meiri mæli á ungum íslenskum leikmönnum
Magni vonast til þess að íslensk félög muni í ríkari mæli spila á ungum uppöldum leikmönnum.

„Íslenskt íþrótta- og æskulýðsstarf er á heimsmælikvarða og ég vonast til þess að við eigum eftir að sjá fleiri félög nýta sér afrakstur þess starfs og spila í meiri mæli á ungum íslenskum leikmönnum. Það ætti að vera hagstæðara rekstrarlega og geta verið hluti af rekstrarmódeli sem aflar tekna til lengri og styttri tíma, sem þá getur skapað möguleika til lengri tíma fjárfestinga."

„Ég vonast til þess að félögin geri rekstrarmódel sem fjárfesti í innviði félaganna og gefi þjálfurum okkar núverandi og framtíðar afreksfólki möguleika til að nota þekkingu sína til að undirbúa þá sem best fyrir framtíðina og betri árangurs."

„Íslenskt íþótta- og æskulýðstarf er á heimsmælikvarða og fjárfesting félaganna í sterkara afreksstarfi getur reynst gæfuspor," segir Magni en hér má lesa viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner