Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 15. júní 2021 17:31
Victor Pálsson
Fyrsta sjálfsmark markmanns í sögu keppninnar
Mynd: Getty Images
Wojciech Szczesny, markvörður Póllands, skráði sig í sögubækurnar á Evrópumeistaramótinu í gær.

Szczesny varði mark Póllands í leik gegn Slóvakíu en það fyrrnefnda tapaði leiknum óvænt, 2-1.

Fyrsta mark Slóvaka var sjálfsmark Szczesny og varð hann um leið fyrsti markmaðurinn til að skora í eigið net á EM.

Robert Mak spilaði stóran hluta í þessu marki en boltinn fór í stöngina og svo í Szczesny og þaðan í markið.

Þetta var annað sjálfsmarkið á EM en Merih Demiral skoraði það fyrra fyrir Tyrkland. Hann er á mála hjá Juventus eins og Szczesny.


Athugasemdir
banner
banner
banner