Diogo Dalot verður ekki seldur frá Manchester United í sumar en hægri bakvarðarstaðan er samt sem áður staða sem Erik ten Hag vill styrkja í sumar.
Aaron Wan-Bissaka er ekki sagður vera inn í myndinni hjá nýjum stjóra United.
Að sögn Goal er Denzel Dumfries, bakvörður Inter á Ítalíu, ofarlega á óskalista Ten Hag.
Dumfries er sóknarsinnaður bakvörður sem myndi þykja góður í kerfi Ten Hag. Hinn 26 ára gamli Dumfries stóð sig vel á EM síðasta sumar og var í kjölfarið keyptur frá PSV Eindhoven til Inter.
Hann er bara búinn að vera í eitt tímabil með Inter og því gæti verið erfitt að lokka hann þaðan.
Það er frægt að United skoðaði 804 hægri bakverði áður en Wan-Bissaka var keyptur og það eru möguleikar í stöðunni.
Athugasemdir