mið 15. júní 2022 09:55
Elvar Geir Magnússon
Man Utd hefur gert Eriksen tilboð - Pogba skrifar undir hjá Juve í júlí
Powerade
Christian Eriksen til Man Utd?
Christian Eriksen til Man Utd?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pogba skrifar undir hjá Juve í júlí.
Pogba skrifar undir hjá Juve í júlí.
Mynd: Getty Images
Marc Roca færist nær Leeds.
Marc Roca færist nær Leeds.
Mynd: EPA
Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Raphinha.
Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Raphinha.
Mynd: EPA
Eriksen, Mane, Pogba, Phillips, Richarlison, Lukaku, Raphinha, Vinicius Jr, Januzaj og fleiri í hnausþykkum slúðurpakka í boði Powerade. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum.

Manchester United hefur gert Christian Eriksen (30) tilboð en samningur danska landsliðsmiðjumannsins rennur út í lok mánaðarins. (The Athletic)

Áhugi Manchester United á Eriksen útilokar ekki að félagið fái Frenkie de Jong (25) frá Barcelona en Hollendingurinn er efstur á óskalista United. (Mail)

De Jong segist stoltur af áhuga United en að hann sé sem stendur hjá stærsta félagsliði heims. (Metro)

Paul Pogba (29) er búinn að gera munnlegt samkomulag við Juventus og ítalska félagið býst fastlega við því að hann skrifi undir í næsta mánuði. (Fabrizio Romano)

Bayern München undirbýr 34,6 milljóna punda tilboð í senegalska sóknarleikmanninn Sadio Mane (30) eftir að Liverpool hafnaði fyrstu tveimur tilboðum Þýskalandsmeistarana. (Bild)

Manchester City gæti eytt meira en 200 milljónum punda í leikmannakaup í sumar en félagið vill fá Kalvin Phillips (26) miðjumann Leeds og enska landsliðsins. (Telegraph)

Gabriel Jesus (25), sóknarmaður Manchester City, vill fara til Arsenal og endurnýja kynni sín og Mikel Arteta sem var aðstoðarmaður Pep Guardiola á Etihad. (Evening Standars)

Richarlison (25), sóknarmaður Everton, hefur útilokað Arsenal en brasilíski framherjinn er sagður vilja fara til Chelsea eða Tottenham. (UOL)

Inter vinnur að því að fá Romelu Lukaku (29) frá Chelsea. Belgíski sóknarmaðurinn er tilbúinn að taka á sig launalækkun til að snúa aftur til Inter. (Fabrizio Romano)

Real Madrid er nálægt því að gera samkomulag við brasilíska framherjann Vinicius Jr. (21) um nýjan samning. (Goal)

Leeds United hefur gert munnlegt samkomulag við spænska miðjumanninn Marc Roca (25) hjá Bayern München. Hann hefur samþykkt fjöggurra ára samning. (Fabrizio Romano)

Victor Osimhen (23), sóknarmaður Nígeríu og Napoli, segir að hann muni ákveða framtíð sína síðar í sumar. Osimhen viðurkennir að hafa orðið var við áhuga frá Englandi en Arsenal er meðal félaga sem vill fá hann. (Standard)

Borussia Mönchengladbach vill fá japanska varnarmanninn Ko Itakura (25) frá Manchester City. (Lyall Thomas)

Chelsea íhugar að bjóða albanska landsliðsmarkverðinum Thomas Strakosha (27) samning ef spænski markvörðurinn Kepa (27) yfirgefur félagið í sumar. (Fabrizio Romano)

Raphinha (25), vængmaður Leeds, er á óskalistum Arsenal og Tottenham. Barcelona hefur áhuga en óvíst er hvort félagið geti fjármagnað kaup á honum. (The Athletic)

Udinese hefur hafnað tilboðum frá Tottenham og Juventus í ítalska U21-landsliðsbakvörðinn Destiny Udogie (19). (Sun)

Djed Spence (21), varnarmaður Middlesbrough og enska U21-landsliðsins, vill helst fara til Tottenham. Hann var á láni hjá Nottingham Forest á síðasta tímabili. (The Athletic)

Úrúgvæski miðjumaðurinn Lucas Torreira (26) mun snúa aftur til Arsenal. Hann var á láni hjá Fiorentina en ítalska félagið ákvað að kaupa hann ekki. (Standard)

West Ham hefur áhuga á belgíska vængmanninum Adnan Januzaj (27) hjá Real Sociedad. (Mirror)

Nantes hefur lagt fram tilboð í Kongómanninn Brice Samba (28), markvörð Nottingham Forest. (Football Insider)

Úlfarnir eru mjög bjartsýnir á að fá portúgalska miðjumanninn Joao Palhinha (26) frá Sporting Lissabon. Fulham er að reyna við hann einnig. (Sun)

Bournemouth er líklegast til að vinna baráttu við Nottingham Forest og Fulham um enska miðjumanninn Joe Rothwell (27) frá Blackburn Rovers. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner