Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. júní 2022 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Markvörður Ástralíu truflaði kollega sinn frá Perú
Andrew Redmayne.
Andrew Redmayne.
Mynd: Getty Images
Ástralía tryggði sér sæti á HM í Katar eftir mikla dramatík í úrslitaleik gegn Perú á mánudagskvöld.

Eftir nokkuð jafnan leik í umspilinu var markalaust þegar flautað var leiksloka. Ekkert var skorað í framlengingunni en undir lok hennar ákvað Graham Arnold, þjálfari Ástrala, að gera breytingu.

Matty Ryan, markvörður liðsins, fór af velli og Andrew Redmayne kom inn í hans stað. Sannkölluð Louis van Gaal skipting en það muna flestir eftir því er hann skipti Jasper Cillessen af velli og setti Tim Krul inná í vítaspyrnukeppninni gegn Kosta Ríka í 8-liða úrslitum HM fyrir átta árum.

Sú skipting gekk fullkomlega upp og tryggði Krul Hollendingum í undanúrslit og var niðurstaðan eins í kvöld. Redmayne varði sjöttu spyrnu Perú og tryggði þannig Áströlum inn á HM.

Redmayne tók sig líka til og henti miða, sem markvörður Perú var búinn að líma á vatnsflösku sína, í burtu. Markvörður Perú var búinn að undirbúa sig vel, vinna sína heimavinnu og krota það á miða hvar leikmenn Ástralíu myndu líklegast skjóta. Það að vera ekki með þennan miða hefur truflað hann verulega.

Myndband af þessu má sjá hérna fyrir neðan.



Athugasemdir
banner
banner