Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 15. júlí 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fernando Torres að taka við varaliði Atletico
Auk Evrópudeildarinnar 2018 vann Torres spænsku B-deildina með Atletico Madrid 2002. Þar skoraði hann 7 mörk í 37 leikjum, aðeins 18 ára gamall.
Auk Evrópudeildarinnar 2018 vann Torres spænsku B-deildina með Atletico Madrid 2002. Þar skoraði hann 7 mörk í 37 leikjum, aðeins 18 ára gamall.
Mynd: Getty Images
Spænski fréttamiðillinn AS heldur því fram að Fernando Torres muni taka við stjórnartaumunum á unglingaliði Atletico Madrid fyrir haustið.

Torres var partur af þjálfarateymi unglingaliðsins á síðustu leiktíð og hafa þjálfarar og stjórnendur Atletico miklar mætur á hæfileikum hans á æfingasvæðinu.

Unglingalið Atletico endaði fyrir ofan erkifjendurnar í Real Madrid og vann unglingaliðadeildina í vor. Það var mikið afrek og mun Torres taka við ansi góðu búi.

Torres gerði garðinn frægan sem leikmaður hjá Atletico Madrid og Liverpool. Hann lék einnig fyrir Chelsea, AC Milan og Sagan Tosu á ferlinum og skoraði 38 landsliðsmörk fyrir Spán.

Torres vann til ýmissa titla með félagsliðum sínum og Spáni, meðal annars EM, HM, Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildina og enska bikarinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner