Hollenski sóknarmaðurinn Joshua Zirkzee gekk í raðir Manchester United í gær. Rauðu djöflarnir borga rúmlega 40 milljónir evra til að kaupa Zirkzee, sem gerir fimm ára samning við stórveldið.
Zirkzee er 23 ára gamall og vakti mikla athygli á sér á síðustu leiktíð fyrir góða frammistöðu með Bologna í ítalska boltanum, þar sem hann kom að 19 mörkum með beinum hætti í 37 leikjum.
Zirkzee er 23 ára gamall og vakti mikla athygli á sér á síðustu leiktíð fyrir góða frammistöðu með Bologna í ítalska boltanum, þar sem hann kom að 19 mörkum með beinum hætti í 37 leikjum.
Hann er fenginn til Man Utd til að berjast við Rasmus Höjlund um framherjastöðuna, en Zirkzee getur einnig spilað í holunni fyrir aftan Höjlund.
Zirkzee er fyrsti leikmaðurinn sem félagið fær eftir að Dan Ashworth tók við sem yfirmaður fótboltamála hjá Man Utd.
„Það var lykilmarkmið hjá okkur að fá inn framherja í nú þegar sterkan sóknarmannshóp. Við erum hæstánægðir að bæta við leikmanni á borð við Joshua svona snemma í glugganum," segir Ashworth.
„Joshua er framúrskarandi leikmaður sem er tilbúinn að láta til sín taka hjá Manchester United. Hann hefur gæði og þrá til að verða heimsklassa leikmaður, og verður frábær viðbót við hópinn okkar fyrir spennandi tímabil."
Athugasemdir