Liverpool undirbýr tilboð í Branthwaite - Nketiah nálgast Forest - Sterling boðinn til Villa
   mán 15. júlí 2024 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Aubameyang fylgir Nacho til Al-Qadsiah
Aubameyang hefur meðal annars spilað fyrir Arsenal, Barcelona, Chelsea og Borussia Dortmund á frábærum ferli.
Aubameyang hefur meðal annars spilað fyrir Arsenal, Barcelona, Chelsea og Borussia Dortmund á frábærum ferli.
Mynd: EPA
Sádi-arabíska félagið Al-Qadsiah er að gera allt í sínu valdi til að krækja í Pierre-Emerick Aubameyang, framherja Marseille, í sumar.

Al-Qadsiah er nýliði í efstu deild í Sádi-Arabíu og þarf að styrkja hópinn sinn fyrir komandi átök.

Nacho Fernandez, fyrrum fyrirliði Real Madrid, var fenginn til félagsins á dögunum og er Aubameyang sagður vera næstur inn.

Hinn 35 ára gamli Aubameyang átti magnað tímabil með Marseille á síðustu leiktíð, þar sem hann skoraði 30 mörk og gaf 11 stoðsendingar í 51 leik. Framherjinn á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið en fær sjálfur að taka ákvörðun um sína eigin framtíð.

Marseille vill halda Aubameyang en er einnig reiðubúið til að hleypa honum burt ef hann vill prófa að skipta um andrúmsloft.
Athugasemdir
banner
banner
banner