Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mán 15. júlí 2024 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Everton reynir að fá Gnonto frá Leeds
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Everton er að reyna að krækja í Wilfried Gnonto, efnilegan sóknarleikmann Leeds United.

Gnonto hefur lengi reynt að komast í burtu frá Leeds United, en hann var alltof mikilvægur til að félagið gæti leyft sér að selja hann.

Þegar Leeds mistókst að komast upp úr Championship deildinni á síðustu leiktíð fékk Gnonto leyfi til að skipta um félag, en hann er 20 ára gamall og með þrjú ár eftir af samningi.

Gnonto er hægri kantmaður að upplagi en getur einnig spilað í fremstu víglínu og á vinstri kanti. Hann er smávaxinn og afar knár, en það hefur vantað upp á markaskorun hjá honum hingað til á ferlinum.

Gnonto skoraði 9 mörk og gaf 3 stoðsendingar í 44 leikjum á síðustu leiktíð.

Gnonto á 13 leiki að baki fyrir A-landslið Ítalíu þrátt fyrir ungan aldur.
Athugasemdir
banner
banner