Liverpool undirbýr tilboð í Branthwaite - Nketiah nálgast Forest - Sterling boðinn til Villa
   mán 15. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Fjöldahandtökur og ringulreið í Miami
Stuðningsmenn reyndu að brjóta sér leið inn á völlinn
Stuðningsmenn reyndu að brjóta sér leið inn á völlinn
Mynd: Getty Images
Að minnsta kosti tíu voru handteknir fyrir úrslitaleik Argentínu og Kólumbíu í Copa America í Miami í nótt.

Leikur Argentínu og Kólumbíu átti að hefjast um miðnætti en var frestað um einn og hálfan tíma eftir að miðalausir stuðningsmenn reyndu að brjóta sér leið inn um suð-vestur hlið vallarins.

Svæðið er lítið og var því hætta á miklum troðningi en lögreglan í Miami staðfesti við USA Today að minnsta kosti 10 manns voru leiddir út í járnum.

Kólumbísku stuðningsmennirnir reyndu einnig að komast inn á leikvanginn í gegnum loftræstingarkerfi vallarins. Hræðilegt ástand í alla staði.

Samkvæmt gögnum Miami búa um 170 þúsund kólumbískir ríkisborgarar í borginni á meðan ríkisborgarar Argentínu eru um 40 þúsund. Eðlilega margir sem vildu komast á leikinn.

Fótboltasamband Suður-Ameríku, CONMEBOL, ráðlagði Mið- og Norður-Ameríkusambandinu, CONCACAF, og lögregluyfirvöldum í Miami að fá meiri liðsauka í kringum leikinn, en því var hafnað.

Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því að fjölmargir þurftu á læknisaðstoð að halda í hitanum í Miami.

Copa America hefur verið ákveðið prufumót fyrir Bandaríkin en HM verður haldið þar eftir tvö ár. Eins og staðan er í dag virðist þjóðin langt í frá reiðubúin til að halda stórmót í fótbolta. Þetta er annað atvikið á nokkrum dögum þar sem gæslan hefur verið til skammar.

Atvik átti sér stað í undanúrslitum mótsins á dögunum er Kólumbía mætti Úrúgvæ.

Leikmenn Úrúgvæ reyndu að vernda fjölskyldur sínar sem voru staðsettar við hlið kólumbísku stuðningsmannanna. og kom til handalögmála. Öryggisgæslan hefur þótt vera slök til þessa og svakalegt svigrúm til bæting fyrir HM 2026 svo ekki illa fari.


Athugasemdir
banner
banner