Arsenal gefst upp á Nico Williams - Fabio Vieira aftur til Porto - Brighton nær samkomulagi við Fenerbahce - Greenwood skiptir um landslið
   mán 15. júlí 2024 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Forseti Lille vill að Yoro samþykki samning frá Man Utd
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Miðvörðurinn efnilegi Leni Yoro á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Lille, en franska félagið samþykkti á dögunum 50 milljón evra tilboð frá Manchester United í táninginn sinn.

Forseti Lille er að pressa á Yoro að samþykkja samningstilboðið frá Manchester United, en varnarmaðurinn ungi vill fara til Real Madrid frekar.

Real Madrid er þó ekki tilbúið til að kaupa Yoro, heldur vill félagið fá hann á frjálsri sölu næsta sumar - líkt og það gerði með Kylian Mbappé sem kom úr röðum PSG í sumar.

Yoro er 18 ára gamall og var lykilmaður í liði Lille á síðustu leiktíð, þar sem hann var samherji Hákons Arnars Haraldssonar.

Yoro spilaði 44 leiki og skoraði 3 mörk á síðustu leiktíð þrátt fyrir ungan aldur, en hann er franskur og á nú þegar 4 leiki að baki fyrir U21 landslið Frakka auk þess að vera í leikmannahópi U23 landsliðsins fyrir Ólympíuleikana í París.

Það þykir ljóst að Yoro verður einn af bestu miðvörðum heimsfótboltans á næstu árum og því er gríðarlega áhugavert að fylgjast með hvaða ákvörðun táningurinn tekur í sumar, hvort hann velji að skipta til Man Utd eða bíði frekar eftir Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner