Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mán 15. júlí 2024 12:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sverrir keyptur aftur til Grikklands
Var frábær gegn Englandi á Wembley.
Var frábær gegn Englandi á Wembley.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Midtjylland
Sverrir Ingi Ingason er sterklega orðaður við gríska stórliðið Panathinaikos. Þessi tíðindi koma talsvert á óvart því danska félagið Midtjylland keypti Sverri síðasta sumar og gerði hann langtíma samning við félagið.

Midtjylland varð meistari í vor og var Sverrir stór hluti af því afreki. Hann var keyptur frá PAOK en gæti nú flutt sig til Aþenu. Á tíma sínum með PAOK varð Sverrir grískur meistari og tvívegis bikarmeistari.

Það eru griskir fjölmiðlar sem greina frá þessu og Bold í Danmörku vekur athygli á tíðindunum. Sverrir hefur ekki verið í liðinu í fyrstu æfingaleikjum Midtjylland á undirbúningstímabilinu.

Samkvæmt grískum fjölmiðlum mun Midtjylland fá um 22 milljónir danskra króna eða rétt um þrjár milljónir evra. Sagt er að Sverrir sé þegar kominn til Grikklands og á leið í læknisskoðun. Sagt er að Sverrir muni skrifa undir þriggja ára samning.

Sverrir er þrítugur miðvörður sem er algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu. Ef hann semur við Panathinaikos verður hann liðsfélagi Harðar Björgvins Magnússonar og gætu þeir myndað saman miðvarðapar bæði hjá gríska liðinu og íslenska landsliðinu. Panathinaikos varð grískur bikarmeistari í vor og kemur inn í 2. umferð forkeppninnar í Evrópudeildinni.

Í viðtali við Fótbolta.net í maí kom eftirfarandi fram:
Sverrir var spurður út í staðinn sem hann er á í dag, lítur hann svo á að hann eigi ein félagaskipti inni áður en það fer að síga á seinni hlutann?

„Ég er voða lítið að spá í því. Ég samdi til fimm ára í Danmörku, er sáttur þar og fjölskyldan er sátt. Við erum bara mjög ánægð og erum ekkert að spá í neinu öðru eins og staðan er núna. Ég tek bara eitt skref í einu."

„Við erum á leið í undankeppni Meistaradeildarinnar og það væri ótrúlega gaman að fá tækifæri á því að spila í Meistaradeildinni. Það er stærsti draumur leikmanns með félagsliði. Maður fékk að upplifa að vera með landsliðinu á stóra sviðinu; EM og HM. Að vera á stóra sviðinu er geggjað. Að mæta bestu liðunum og bestu mönnunum, það eru leikirnir sem þú vilt vera spila."

Athugasemdir
banner