Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mán 15. ágúst 2016 20:58
Alexander Freyr Tamimi
Arnar G: Hefði orðið dýrvitlaus með eitt stig eða minna
Arnari fannst sínir menn miklu betri í kvöld.
Arnari fannst sínir menn miklu betri í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með 2-0 sigur sinna manna gegn Þrótti í Pepsi-deildinni í kvöld.

Arnari fannst sigurinn verðskuldaður en vildi sjá sína menn nýta færin betur.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Þróttur R.

„Mér fannst við stjórna leiknum frá A til Ö og sköpuðum mikið af færum. Það eina sem é er ósáttur með er hvernig við vorum að nýta færin, sérstaklega eftir að við komumst í 2-0. Það er alltaf hættulegt þó að við ráðum ferðinni nánast allan tímann, horn eða aukaspyrna, þá getur boltinn fallið illa fyrir okkur og þá ertu með leik í staðinn fyrir að komast í 3-0," sagði Arnar eftir leikinn.

„Heilt yfir er ég bara mjög sáttur við spilamennskuna, þeir áttu í raun ekkert í leiknum og áttu ekkert skilið en við höfum spilað fleiri svoleiðis leiki á þessum heimavelli þar sem við erum með boltann 60 til 70 prósent og erum að skapa okkur færi en erum samt ekki að fá neitt úr leiknum. Ég er sáttur með að hafa skorað tvö mörk og haldið hreinu."

Arnari fannst sínir menn ráða ferðinni einnig í seinni hálfleik þó Þróttarar hafi verið aðeins líflegri í fyrri hálfleik.

„Mér fannst við vera með boltann allan tímann, það getur verið að þeir hafi verið eitthvað aðeins hærra í einhvern smá tíma en þeir voru aldrei með boltann. Það getur vel verið að það hafi verið eitthvað aðeins meira en þeir voru í fyrri hálfleik en mér fannst við ráða ferðinni frá A til Ö... Ég hefði orðið dýrvitlaus hefði ég staðið hér með eitt stig eða minna."
Athugasemdir