Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
   mán 15. ágúst 2016 20:58
Alexander Freyr Tamimi
Arnar G: Hefði orðið dýrvitlaus með eitt stig eða minna
Arnari fannst sínir menn miklu betri í kvöld.
Arnari fannst sínir menn miklu betri í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með 2-0 sigur sinna manna gegn Þrótti í Pepsi-deildinni í kvöld.

Arnari fannst sigurinn verðskuldaður en vildi sjá sína menn nýta færin betur.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Þróttur R.

„Mér fannst við stjórna leiknum frá A til Ö og sköpuðum mikið af færum. Það eina sem é er ósáttur með er hvernig við vorum að nýta færin, sérstaklega eftir að við komumst í 2-0. Það er alltaf hættulegt þó að við ráðum ferðinni nánast allan tímann, horn eða aukaspyrna, þá getur boltinn fallið illa fyrir okkur og þá ertu með leik í staðinn fyrir að komast í 3-0," sagði Arnar eftir leikinn.

„Heilt yfir er ég bara mjög sáttur við spilamennskuna, þeir áttu í raun ekkert í leiknum og áttu ekkert skilið en við höfum spilað fleiri svoleiðis leiki á þessum heimavelli þar sem við erum með boltann 60 til 70 prósent og erum að skapa okkur færi en erum samt ekki að fá neitt úr leiknum. Ég er sáttur með að hafa skorað tvö mörk og haldið hreinu."

Arnari fannst sínir menn ráða ferðinni einnig í seinni hálfleik þó Þróttarar hafi verið aðeins líflegri í fyrri hálfleik.

„Mér fannst við vera með boltann allan tímann, það getur verið að þeir hafi verið eitthvað aðeins hærra í einhvern smá tíma en þeir voru aldrei með boltann. Það getur vel verið að það hafi verið eitthvað aðeins meira en þeir voru í fyrri hálfleik en mér fannst við ráða ferðinni frá A til Ö... Ég hefði orðið dýrvitlaus hefði ég staðið hér með eitt stig eða minna."
Athugasemdir
banner
banner