Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
banner
   mán 15. ágúst 2016 20:58
Alexander Freyr Tamimi
Arnar G: Hefði orðið dýrvitlaus með eitt stig eða minna
Arnari fannst sínir menn miklu betri í kvöld.
Arnari fannst sínir menn miklu betri í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með 2-0 sigur sinna manna gegn Þrótti í Pepsi-deildinni í kvöld.

Arnari fannst sigurinn verðskuldaður en vildi sjá sína menn nýta færin betur.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Þróttur R.

„Mér fannst við stjórna leiknum frá A til Ö og sköpuðum mikið af færum. Það eina sem é er ósáttur með er hvernig við vorum að nýta færin, sérstaklega eftir að við komumst í 2-0. Það er alltaf hættulegt þó að við ráðum ferðinni nánast allan tímann, horn eða aukaspyrna, þá getur boltinn fallið illa fyrir okkur og þá ertu með leik í staðinn fyrir að komast í 3-0," sagði Arnar eftir leikinn.

„Heilt yfir er ég bara mjög sáttur við spilamennskuna, þeir áttu í raun ekkert í leiknum og áttu ekkert skilið en við höfum spilað fleiri svoleiðis leiki á þessum heimavelli þar sem við erum með boltann 60 til 70 prósent og erum að skapa okkur færi en erum samt ekki að fá neitt úr leiknum. Ég er sáttur með að hafa skorað tvö mörk og haldið hreinu."

Arnari fannst sínir menn ráða ferðinni einnig í seinni hálfleik þó Þróttarar hafi verið aðeins líflegri í fyrri hálfleik.

„Mér fannst við vera með boltann allan tímann, það getur verið að þeir hafi verið eitthvað aðeins hærra í einhvern smá tíma en þeir voru aldrei með boltann. Það getur vel verið að það hafi verið eitthvað aðeins meira en þeir voru í fyrri hálfleik en mér fannst við ráða ferðinni frá A til Ö... Ég hefði orðið dýrvitlaus hefði ég staðið hér með eitt stig eða minna."
Athugasemdir
banner
banner
banner