Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, var að vonum hundsvekktur eftir 2-0 tap sinna manna gegn Breiðabliki í Pepsi-deildinni í kvöld.
Þróttur er enn með 8 stig á botni deildarinnar og liðið þarf kraftaverk til að bjarga sér frá falli.
Þróttur er enn með 8 stig á botni deildarinnar og liðið þarf kraftaverk til að bjarga sér frá falli.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 0 Þróttur R.
„Mér fannst þessi leikur segja sögu tímabilsins okkar til þessa. Við vorum með leikáætlun í fyrri hálfleik sem við héldum okkur ekki við. Í seinni hálfleiknum, sem var betri, fórum við yfir þá punkta sem við höfum rætt alla vikuna og gerðum betri hluti, þetta var ekki frábært en þetta var allavega leikur. Fyrri hálfleikurinn var ekki leikur, við vorum of langt frá mönnum og sýndum þeim of mikla virðingu," sagði Ryder eftir leikinn.
„Ef sá bolti fer inn, því þetta er dauðafæri, hver veit þá hvað hefði gerst. Miðvörðurinn þeirra var að glíma við meiðsli og var að biðja um að fara út af. Við hefðum getað pressað meira á þá en nýttum ekki færið, ef þú nýtir ekki færin þín í þessari deild er þér refsað. Þá færðu ekkert."
„Ég sagði það við strákana að það eru enn stig sem við getum spilað upp á og menn verða að gefa allt. Það er ekki hægt að mæta í leiki og vera miðlungs, menn verða að eiga sinn besta leik þá sjö leiki sem eru eftir af tímabilinu, annars er bara ein niðurstaða möguleg. Ef þeir vilja snúa þessu við, þá hafa þeir sýnt það á tímabilinu að það hafa komið tímapunktar sem þeir hafa getað snúið þessu við en ekki sýnt nægan stöðugleika," sagði Ryder.
„Ég mun halda áfram að trúa þar til þetta er ekki stærðfræðilega mögulegt."
Athugasemdir
























