Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   mán 15. ágúst 2016 20:48
Alexander Freyr Tamimi
Gregg Ryder: Trúi þar til þetta er stærðfræðilega ómögulegt
Lærisveinar Gregg Ryder eru í vandræðum.
Lærisveinar Gregg Ryder eru í vandræðum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, var að vonum hundsvekktur eftir 2-0 tap sinna manna gegn Breiðabliki í Pepsi-deildinni í kvöld.

Þróttur er enn með 8 stig á botni deildarinnar og liðið þarf kraftaverk til að bjarga sér frá falli.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Þróttur R.

„Mér fannst þessi leikur segja sögu tímabilsins okkar til þessa. Við vorum með leikáætlun í fyrri hálfleik sem við héldum okkur ekki við. Í seinni hálfleiknum, sem var betri, fórum við yfir þá punkta sem við höfum rætt alla vikuna og gerðum betri hluti, þetta var ekki frábært en þetta var allavega leikur. Fyrri hálfleikurinn var ekki leikur, við vorum of langt frá mönnum og sýndum þeim of mikla virðingu," sagði Ryder eftir leikinn.

„Ef sá bolti fer inn, því þetta er dauðafæri, hver veit þá hvað hefði gerst. Miðvörðurinn þeirra var að glíma við meiðsli og var að biðja um að fara út af. Við hefðum getað pressað meira á þá en nýttum ekki færið, ef þú nýtir ekki færin þín í þessari deild er þér refsað. Þá færðu ekkert."

„Ég sagði það við strákana að það eru enn stig sem við getum spilað upp á og menn verða að gefa allt. Það er ekki hægt að mæta í leiki og vera miðlungs, menn verða að eiga sinn besta leik þá sjö leiki sem eru eftir af tímabilinu, annars er bara ein niðurstaða möguleg. Ef þeir vilja snúa þessu við, þá hafa þeir sýnt það á tímabilinu að það hafa komið tímapunktar sem þeir hafa getað snúið þessu við en ekki sýnt nægan stöðugleika," sagði Ryder.

„Ég mun halda áfram að trúa þar til þetta er ekki stærðfræðilega mögulegt."
Athugasemdir
banner
banner