Damir Muminovic var að vonum ósáttur eftir 3-1 tap Breiðabliks gegn Víkingi R. í undanúrslitaleik Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 1 Breiðablik
Damir var orðlaus eftir leikinn og taldi Víkingana verðskulda sigurinn.
„Ég er eiginlega bara orðlaus, ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég er mjög svekktur. Mér fannst þeir bara betri í leiknum," sagði Damir að leikslokum.
„Okkur vantaði meiri greddu, vilja og ég veit það ekki. Ég veit ekki hvað ég á að segja meira."
Blikar töpuðu úrslitaleiknum í fyrra og vildu ólmir fá annað tækifæri til að hampa titlinum.
„Sá leikur sat lengi í mér. Það hefði verið draumur að fara aftur í úrslitaleikinn í ár."
Nú þurfa Blikar að einbeita sér að deildarbaráttunni. Þar er liðið í öðru sæti Pepsi Max-deildarinnar, sjö stigum eftir toppliði KR þegar sex umferðir eru eftir.
Athugasemdir