Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 15. ágúst 2022 20:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Phillips leit ekki vel út þegar Zaha kom Palace í forystu
Mynd: Getty Images
Það er búið að flauta til hálfleiks í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni þar sem Liverpool og Crystal Palace eigast við.

Staðan er heldur betur óvænt, Crystal Palace er nefnilega með forystuna.

Liverpool hefur verið með mikla yfirburði, verið 75 prósent með boltann og átt 17 marktilraunir en það er ekki alltaf spurt að því hvort liðið eigi fleiri tilraunir.

Palace skoraði nefnilega eina markið í fyrri hálfleiknum. Það var Wilfried Zaha sem skoraði það eftir hraða sókn. Um var að ræða aðra snertingu Palace í teig Liverpool. Heimamenn höfðu átt 25 snertingar í teig Palace áður en markið kom.

Nat Phillips, sem kom inn í lið Liverpool fyrir þennan leik, leit ekkert sérstaklega vel út í markinu sem má sjá með því að smella hérna.

Það verður áhugavert að sjá hvernig seinni hálfleikurinn mun spilast.
Athugasemdir
banner
banner
banner