„Tilfinningin er vond. Eins og þú segir mjög svekkjandi tap. Mér fannst óþarfi að tapa þessum leik. Mér fannst við fá fleiri og betri færi en það vantar hjá okkur þetta síðsta 10 % sem er ekki alveg tengt fótboltanum eða taktíkinni. Það vantar meira ruthless eða aðeins meira killer í okkur til að drepa leikinn" sagði Túfa þjálfari Vals eftir vont 0 - 2 tap gegn Breiðabliki í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 2 Breiðablik
„Aldrei, baráttan um titilinn er ekki búin. Alveg fram á síðustu stundu. Það er ekki í mínu DNA og það er ekki í DNA hjá klúbbnum. Það eru níu leikir eftir og það eina sem skiptir máli núna er að standa upp á morgun og ekkert að vorkenna sjálfum sér og vera klár í næstu æfingu og vera klár í næsta leik sem er á mánudaginn á móti FH sem er líka gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkur og það er það eina sem telur að stíga upp eftir að hafa verið kýldur svona niður eins og í dag"
Nánar er rætt við Túfa hér að ofan.