Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
   fös 15. ágúst 2025 19:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Varnarmaður Bournemouth sló boltann en ekkert dæmt - „Vissi hvað hann var að gera"
Arne Slot var ekki sáttur
Arne Slot var ekki sáttur
Mynd: EPA
Fyrsta umdeilda atvikið hefur litið dagsins ljós í úrvalsdeildinni í ár.

Staðan er markalaus á Anfield þar sem Bournemouth er í heimsókn. Liverpool gat komist í ansi góða stöðu þegar Hugo Ekitike var við þaðað sleppa í gegn en Marcos Senesi, varnarmaður Bournemouth, sló boltann úr hlaupaleið Ekitike.

Anthony Taylor, dómari leiksins, dæmdi ekkert og VAR gerði ekkert í þessu heldur.

„Þetta var hendi, hann vissi hvað hann var að gera. VAR segir að það sé næstum eins og hann hafi ekki vitað af þessu. Hvernig getur VAR sagt það? Hann vissi að hann væri í vandræðum," sagði Jamie Carragher hjá Sky Sports.

„Upplýsingarnar sem dómarinn fékk eru rangar. Hann sló hendinni í boltann. Ég er ekki viss um að hann hefði fengið rautt spjald en það sem ég heyrði frá VAR gerðist ekki."

„Ef leikmaður kemur í veg fyrir marktækifæri með því að handleika boltann er leikmaðuriinn sendur af velli, sama hvar atvikið ár sér stað," segir í reglugerð enska sambandsins.

„Ef leikmaður fær boltann óvart í höndina og rænir upplögðu marktækifæri er dæmt víti og sá brotlegi fær áminningu."


Athugasemdir