Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 15. september 2020 14:36
Elvar Geir Magnússon
Havertz: Enska deildin miklu erfiðari en sú þýska
Havertz í leiknum í gær.
Havertz í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Kai Havertz viðurkennir að enska úrvalsdeildin sé miklu erfiðari en þýska deildin. Þessi 21 árs leikmaður var keyptur til Chelsea frá Bayer Leverkusen á 70 milljónir punda.

Hann var í byrjunarliðinu þegar Chelsea vann 3-1 sigur gegn Brighton í gærkvöldi en fékk lítinn tíma og lítið pláss til að sýna sínar bestu hliðar.

Havertz viðurkennir að vera að aðlagast meira ákefðarstigi í enska boltanum eftir stutt undirbúningstímabil.

„Þetta var erfiður leikur, mjög erfiður. Ég náði bara fimm eða sex dögum með liðinu. Mikilvægast er að við unnum og ég er ánægður með að vera búinn með fyrsta leikinn," segir Havertz.

„Enska úrvalsdeildin er miklu sterkari en þýska Bundesligan. Ég hef séð það á æfingasvæðinu og líka í leiknum. En ég er ánægður með að hafa spilað 80 mínútur og vonandi held ég áfram í næstu viku."

Chelsea hefur fengið til sín Kai Havertz, Timo Werner, Ben Chilwell, Hakim Ziyech, Malang Sarr og Thiago Silva en næsti leikur liðsins verður á heimavelli á sunnudag; gegn Englandsmeisturum Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner