Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 15. september 2021 21:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hugsunin í hálfleik: Hvernig gerðist þetta?
Andy Robertson.
Andy Robertson.
Mynd: EPA
„Ég held að hlutlausir hafa haft gaman að þessum leik. Stuðningsmenn okkar líka þegar við komumst yfir," sagði vinstri bakvörðurinn Andy Robertson eftir 3-2 sigur gegn AC Milan í fyrstu umferð riðlakeppninnar.

Leikurinn var frábær skemmtun. Einhvern veginn tókst Liverpool að vera undir í hálfleik, þrátt fyrir yfirburði inn á vellinum. Robertson og félagar komu til baka í seinni hálfleiknum.

„Við vorum miklu betri og keyrðum yfir þá fyrsta hálftímann. Svo urðum við værukærir og hættum að gera hlutina sem við vorum að gera mjög vel. Við hleyptum þeim inn í leikinn. Í hálfleik hugsuðum við: 'Hvernig gerðist þetta?' Það var mikilvægt að gleyma síðustu tíu mínútunum í fyrri hálfleik þegar við byrjuðum þann seinni."

„Við skoruðum snemma og svo skoraði Hendo stórkostlegt mark. Þeir fengu ekki færi eftir það, sem er mjög gott. Við vitum hversu erfið Meistaradeildin er, og hversu gott það er að byrja á þremur stigum."

Liverpool er á toppnum í sínum riðli, þar sem Atletico Madrid og Porto gerðu markalaust jafntefli í hinum leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner