Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 15. september 2021 23:13
Sverrir Örn Einarsson
Joey Gibbs: Hvern sem við fáum teljum við okkur eiga möguleika
Joey Gibbs var á skotskónum í dag
Joey Gibbs var á skotskónum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ástralinn Joey Gibbs reimaði á sig markaskóna þegar lið hans Keflavík heimsótti HK í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í Kórnum í kvöld. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir Keflavík í 5-3 sigri en öll mörk hans litu dagsins ljós í fyrri hálfleik. Joey mætti í viðtal til fréttaritara Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: HK 3 -  5 Keflavík

„Tilfinningin er góð og við áttum hana inni eftir erfiðar vikur hjá okkur að undanförnu. Margir hlutir sem gátu farið úrskeiðis sem hafa gert það að undanförnu og ég held að þessi bikarsigur verði stór fyrir okkur. Auðvitað upp á það að komast áfram en líka uppá tímabilið sem heild.“

Keflavík hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu líkt og Joey kemur inná en mun þessi sigur ekki hafa mikil og góð áhrif á sjálfstraust liðsins og auka bjartsýni innan þess?

„Já örugglega. VIð höfum verið að fá stráka inn aftur og liðsandin er sterkari. Leikmenn sem eru að spila sínar stöður aftur sem hjálpar mikið og þetta er stórt fyrir okkur fyrir þessa tvo stóru leiki sem við eigum eftir í deildinni.“

Fréttaritari fór yfir hverjir væru í pottinum fyrir undanúrslitin og spurði Joey hvort hann ætti sér óskamótherja.

„Það er erfitt að segja. Við höfum átt gott bikar run og spilað við sterk lið eins og Breiðablik og KA. Hvern sem við fáum teljum við okkur eiga möguleika og erum með sjálfstraust. Svo hvort sem það verður Víkingur eða Vestri þá mætum við hverjum sem er.“

Allt viðtalið við Joey má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner