Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mið 15. september 2021 23:13
Sverrir Örn Einarsson
Joey Gibbs: Hvern sem við fáum teljum við okkur eiga möguleika
Joey Gibbs var á skotskónum í dag
Joey Gibbs var á skotskónum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ástralinn Joey Gibbs reimaði á sig markaskóna þegar lið hans Keflavík heimsótti HK í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í Kórnum í kvöld. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir Keflavík í 5-3 sigri en öll mörk hans litu dagsins ljós í fyrri hálfleik. Joey mætti í viðtal til fréttaritara Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: HK 3 -  5 Keflavík

„Tilfinningin er góð og við áttum hana inni eftir erfiðar vikur hjá okkur að undanförnu. Margir hlutir sem gátu farið úrskeiðis sem hafa gert það að undanförnu og ég held að þessi bikarsigur verði stór fyrir okkur. Auðvitað upp á það að komast áfram en líka uppá tímabilið sem heild.“

Keflavík hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu líkt og Joey kemur inná en mun þessi sigur ekki hafa mikil og góð áhrif á sjálfstraust liðsins og auka bjartsýni innan þess?

„Já örugglega. VIð höfum verið að fá stráka inn aftur og liðsandin er sterkari. Leikmenn sem eru að spila sínar stöður aftur sem hjálpar mikið og þetta er stórt fyrir okkur fyrir þessa tvo stóru leiki sem við eigum eftir í deildinni.“

Fréttaritari fór yfir hverjir væru í pottinum fyrir undanúrslitin og spurði Joey hvort hann ætti sér óskamótherja.

„Það er erfitt að segja. Við höfum átt gott bikar run og spilað við sterk lið eins og Breiðablik og KA. Hvern sem við fáum teljum við okkur eiga möguleika og erum með sjálfstraust. Svo hvort sem það verður Víkingur eða Vestri þá mætum við hverjum sem er.“

Allt viðtalið við Joey má sjá hér að ofan
Athugasemdir