Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mið 15. september 2021 23:13
Sverrir Örn Einarsson
Joey Gibbs: Hvern sem við fáum teljum við okkur eiga möguleika
Joey Gibbs var á skotskónum í dag
Joey Gibbs var á skotskónum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ástralinn Joey Gibbs reimaði á sig markaskóna þegar lið hans Keflavík heimsótti HK í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í Kórnum í kvöld. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir Keflavík í 5-3 sigri en öll mörk hans litu dagsins ljós í fyrri hálfleik. Joey mætti í viðtal til fréttaritara Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: HK 3 -  5 Keflavík

„Tilfinningin er góð og við áttum hana inni eftir erfiðar vikur hjá okkur að undanförnu. Margir hlutir sem gátu farið úrskeiðis sem hafa gert það að undanförnu og ég held að þessi bikarsigur verði stór fyrir okkur. Auðvitað upp á það að komast áfram en líka uppá tímabilið sem heild.“

Keflavík hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu líkt og Joey kemur inná en mun þessi sigur ekki hafa mikil og góð áhrif á sjálfstraust liðsins og auka bjartsýni innan þess?

„Já örugglega. VIð höfum verið að fá stráka inn aftur og liðsandin er sterkari. Leikmenn sem eru að spila sínar stöður aftur sem hjálpar mikið og þetta er stórt fyrir okkur fyrir þessa tvo stóru leiki sem við eigum eftir í deildinni.“

Fréttaritari fór yfir hverjir væru í pottinum fyrir undanúrslitin og spurði Joey hvort hann ætti sér óskamótherja.

„Það er erfitt að segja. Við höfum átt gott bikar run og spilað við sterk lið eins og Breiðablik og KA. Hvern sem við fáum teljum við okkur eiga möguleika og erum með sjálfstraust. Svo hvort sem það verður Víkingur eða Vestri þá mætum við hverjum sem er.“

Allt viðtalið við Joey má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner