Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 15. september 2024 22:17
Elvar Geir Magnússon
Hemmi í viðræðum við ÍBV um nýjan samning - Vilji hjá báðum aðilum
Lengjudeildin
Gleðin allsráðandi í Breiðholtinu.
Gleðin allsráðandi í Breiðholtinu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
ÍBV komst í gær upp í Bestu deildina að nýju en liðið vann Lengjudeildina þó því hafi ekki tekist að vinna Leikni í lokaumferðinni. Hermann Hreiðarsson segir líklegt að hann haldi áfram með liðið.

Sögusagnir hafa verið í gangi um að Hermann myndi flytja upp á land og láta af starfi sínu. Eftir leikinn í gær sagði hann hinsvegar að það væru viðræður farnar af stað um áframhaldandi samstarf, það væri hans vilji og félagsins að hann yrði áfram.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  1 ÍBV

„Samningurinn er búinn og svo eru bara viðræður eins og gerist og gengur. Það er alveg hugur hjá báðum og það er bara að skoða hvernig það fer. Ég hef notið þess að vera hérna í þrjú ár og svo er bara sjá hvort menn ná saman eða ekki," sagði Hermann eftir leikinn.

Hermann segir mikla framþróun hafa verið á sínu liði í sumar og er brattur fyrir Bestu deildina á næsta ári en viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan.
Hemmi Hreiðars: Við unnum deildina
Athugasemdir
banner
banner