Völsungur valtaði yfir KFA 8-3 í lokaumferð 2. deildar í gær og tryggði sér um leið sæti í Lengjudeildinni næsta sumar.
Liðið verður hins vegar án markahæsta leikmanns deildarinnar, Jakob Gunnars Sigurðarsonar, á næsta ári þar sem hann er á leið til KR.
Þessi 17 ára gamli leikmaður skoraði fernu í gær og endaði með 25 mörk í 22 leikjum og var langmarkahæstur en Gonzalo Zamorano leikmaður Selfoss var með 17 mörk.
Jakob Gunnar var mjög eftirsóttur í júlí en KR vann baráttuna að lokum.
Var þetta nokkurn timann spurning? pic.twitter.com/rL47ScoHPJ
— Jakob Gunnar (@JakobGunnarr) September 14, 2024
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir