Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 15. október 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Freddy Adu í sænsku C-deildina (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Bandaríski leikmaðurinn Freddy Adu hefur samið við Osterlen FF í sænsku C-deildinni. Hinn 31 árs gamli Adu spilaði síðast með Las Vegas Lights í bandarísku B-deildinni.

Adu var einungis 14 ára gamall þegar hann gerði atvinnumannasamning við DC United í Bandaríkjunum en á þeim tíma voru bundnar miklar vonir við hann.

Ungur að árum spilaði Adu 17 landsleiki en síðan fjaraði undan ferlinum og hann hefur ekki spilað með landsliðinu síðan 2011.

Adu hefur verið á flakki síðastliðinn áratug en hann var meðal annars á mála hjá Benfica í Portúgal og Bahia í Brasilíu. Næsta stopp er Svíþjóð.

„Ég saknaði íþróttarinnar svo mikið. Ég er ánægður með að fá tækifæri til að spila aftur. Eitt skref í einu," sagði Adu eftir að hafa skrifað undir í Svíþjóð.
Athugasemdir
banner
banner