Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   fim 15. október 2020 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spánverjarnir hjá Aftureldingu halda heim á leið
Lengjudeildin
Alejandro Zambrano
Alejandro Zambrano
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding hefur verið með þrjá Spánverja innan sinna raða á þessari leiktíð. Tveir af þeim munu halda heim til Spánar á sunnudag og einn af þeim er þegar farinn.

Miðjumaðurinn Alejandro Zambrano Martin er farinn til síns heima og þá eru markvörðurinn Jon Tena Martinez og miðvörðurinn Endika Galarza Goikoetxea á leið heim um helgina.

Afturelding tilkynnti um þetta með færslu á Twitter í kvöld.

„Næstkomandi sunnudag halda Tena og Endika heim á leið til Spánar. Á dögunum fór Zambrano einnig heim á leið. Við verðum því án þeirra í lok móts. Við þökkum þeim fyrir gott tímabil og óskum þeim góðrar ferðar heim!"


Athugasemdir
banner