Þrír leikmenn Fjölnis byrjuðu á þessu ári að flytja inn gripsokka sem leikmenn á Íslandi hafa spilað í. Þeir Axel Freyr, Máni Austmann og Reynir Haralds eru á bakvið ERA sport og eru þeir farnir að selja meira en bara sokka.
Fótbolti.net ræddi við Reyni um fatamarkið.
Fótbolti.net ræddi við Reyni um fatamarkið.
„Það hefur farið mjög mikil, en skemmtileg vinna í að setja upp erasport.is ásamt Axel og Mána. Við þrír ákváðum að hrinda ERA sport af stað í þeim pælingum að fara selja gripsokka sem við sjáum marga ef ekki flesta leikmenn í dag spila í. Við vorum mjög fljótlega farnir að fá prufugerðir eftir þeim hugmyndum sem við vildum og létum strákana í Fjölni æfa í þeim í byrjun sumars til að dæma þá. Eftir að við fáum stóru sendinguna okkar vorum við farnir að selja sokkana í flest lið landsins og kláruðum þá næstum því áður en við opnuðum heimasíðuna."
,Eftir sokkana vorum við strax farnir að hugsa meira og stærra og nú seinast vorum við að uppfæra heimasíðuna okkar með glænýjum jogging galla (tracksuit) ásamt mun fleiri vörum."
„Móttökurnar hafa verið geggjaðar, allt frá hettupeysunum niður í sokkana og okkur finnst virkilega gaman að sjá leikmenn klæðast ERA sokkum. Þeir hafa sérstaklega virkað á Benoný Breka, þeir virka á hann eins og MJ krotuðu skórnir á Bow Wow í myndinni Like Mike."
Smelltu hér til að fara inn á heimasíðu ERA.
Athugasemdir