Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   þri 15. október 2024 15:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Er nýkominn í Brentford, ég er ekkert að pæla í að fara núna"
Icelandair
Hákon lék í gær sinn 15. A-landsleik.
Hákon lék í gær sinn 15. A-landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dómari leiksins var mikið í sviðsljósinu.
Dómari leiksins var mikið í sviðsljósinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon fékk gult spjald fyrir mótmæli þegar Hakan Calhanoglu tók ólöglega vítaspyrnu; sparkaði í sjálfan sig og í netið.
Hákon fékk gult spjald fyrir mótmæli þegar Hakan Calhanoglu tók ólöglega vítaspyrnu; sparkaði í sjálfan sig og í netið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Rafn Valdimarsson hefur í tæplega eitt ár verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins. Staða hans sem aðalmarkvörður hefur verið í umræðunni þar sem hann spilar ekki mikið með félagsliði sínu.

Hákon er varamarkvörður fyrir Mark Flekken hjá Brentford í ensku úrvalsdeildinni. Frá komu sinni frá Elfsborg í janúar hefur Hákon spilað tvo leiki, báða leikina í deildabikarnum á þessu tímabili. Landsliðsþjálfarinn Age Hareide vill hafa markvörð sem spilar reglulega, en hefur einnig sagt að það mikilvægasta sé að Hákon standi sig með landsliðinu.

Fram að leiknum í gær var erfitt að segja að Hákon hefði gert mistök sem hefðu kostað íslenska liðið mark, en undir lok leiks gegn Tyrkjum missti hann boltann frá sér innan vítateigs eftir pressu frá Kerem Akturkoglu og Tyrkir komust yfir. Í endursýningu sést hins vegar að vel hefði verið hægt að dæma brot á Akturkoglu í því atviki, en mótmæli Íslendinga voru ansi takmörkuð, ef einhver.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  4 Tyrkland

Hákon var til viðtals eftir leikinn og ræddi um leikinn og þriðja markið en í lok viðtalsins var hann spurður út í Brentford.

Ertu eitthvað farinn að hugsa út í framtíð þína hjá Brentford út frá því hvernig Age hefur talað?

„Nei."

Hann talaði um að þú ættir kannski að hugsa um að fara á lán, er það eitthvað sem þú ætlar að skoða?

„Ég er nýkominn í Brentford, ég er ekkert að pæla í að fara núna."

Hefurðu einhverjar áhyggjur af þessu?

„Nei, eiginlega ekki," sagði Hákon.

Það sem landsliðsþjálfarinn sagði eftir leikinn gegn Wales:
„Ég hef áhyggjur af því (að hann spili ekki meira), hann spilar deildarbikarsleikina fyrir Brentford. Ég ætla að tala við Thomas Frank (stóra Brentford) þegar við erum búnir með þennan nóvember glugga til að spyrja hann hvort Hákon geti ekki farið á lán, því það er alltaf erfitt þegar þú ert varamarkmaður."

„Það er leiðinlegt því hann spilar vel fyrir okkur, en Elías er að standa sig mjög vel hjá Midtjylland, og Patrik er einnig góður markmaður. Fólk segir kannski að við erum mjög heppin að eiga þrjá góða markmenn en þetta er erfitt fyrir hina tvo að spila ekki. Þeir spila reglulega fyrir félagsliðin sín en Hákon er ekki að spila mikið. Við verðum bara að fylgjast með stöðunni, en á meðan hann stendur sig vel fyrir okkur þá er það, það sem skiptir mestu máli,"
sagði Hareide.

Í samkeppni við Hákon eru þeir Elías Rafn Ólafsson, aðalmarkvörður Midtjylland í Danmörku, og Patrik Sigurður Gunnarsson sem er aðalmarkvörður Kortrijk í Belgíu.

Þriðja mark Tyrkja:


Sagði að Hákon og liðið hefði átt að mótmæla meira:

„Já, hann hefði átt að mótmæla meira. Ef þetta hefði verið úti á velli væri þetta bara klár aukaspyrna. Hann kemur í tæklinguna að aftan og fer bæði í mann og bolta. Frá mér séð er þetta aukaspyrna."

„En þetta er ákvörðun dómara leiksins og Hákon hefði átt að vera búinn að þruma boltanum til Færeyja áður en að þessu kom,"
sagði Hareide á fréttamannafundi eftir leikinn í gær.
Athugasemdir
banner
banner