Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
   mán 14. október 2024 21:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Hákon Rafn: Það voru kannski stóru mistökin
Icelandair
Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er gríðarlega svekkjandi, mjög svekkjandi að tapa á heimavelli. Það er bara alls ekki það sem við viljum," sagði Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Íslands, eftir 2-4 tap gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  4 Tyrkland

Hákon gerði mistök í þriðja marki Tyrkja undir lok leiksins. Hann var svekktur með sjálfan sig.

„Gæinn pressar mig bara. Ég á bara að vera skynsamari, þá að hreinsa í burtu eða liggja eftir. Ég held að þetta sé klárt brot eftir að hafa séð þetta aftur. Í augnablikinu þurfti ég að reyna að verja en þetta var bara ekki nógu gott."

Það hefði alveg verið hægt að flauta brot á þetta atvik.

„Ég þurfti að standa hratt upp og reyna að verja seinna skotið. Það voru kannski stóru mistökin. Ef ég hefði legið eftir, þá hefði hann kannski dæmt á þetta. Við fengum reyndar ekkert í gegnum VAR en kannski hefðum við getað fengið það þarna. Ég hefði átt að mótmæla meira og ég læri af því. Ég sá eftir því að hafa ekki mótmælt."

„Við hittumst aftur í nóvember og þurfum að gera betur þá," segir Hákon en hann telur að það muni ganga fínt að losna við þennan leik úr kerfinu.
Athugasemdir
banner