Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Gortezka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
   mán 14. október 2024 21:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Hákon Rafn: Það voru kannski stóru mistökin
Icelandair
Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er gríðarlega svekkjandi, mjög svekkjandi að tapa á heimavelli. Það er bara alls ekki það sem við viljum," sagði Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Íslands, eftir 2-4 tap gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  4 Tyrkland

Hákon gerði mistök í þriðja marki Tyrkja undir lok leiksins. Hann var svekktur með sjálfan sig.

„Gæinn pressar mig bara. Ég á bara að vera skynsamari, þá að hreinsa í burtu eða liggja eftir. Ég held að þetta sé klárt brot eftir að hafa séð þetta aftur. Í augnablikinu þurfti ég að reyna að verja en þetta var bara ekki nógu gott."

Það hefði alveg verið hægt að flauta brot á þetta atvik.

„Ég þurfti að standa hratt upp og reyna að verja seinna skotið. Það voru kannski stóru mistökin. Ef ég hefði legið eftir, þá hefði hann kannski dæmt á þetta. Við fengum reyndar ekkert í gegnum VAR en kannski hefðum við getað fengið það þarna. Ég hefði átt að mótmæla meira og ég læri af því. Ég sá eftir því að hafa ekki mótmælt."

„Við hittumst aftur í nóvember og þurfum að gera betur þá," segir Hákon en hann telur að það muni ganga fínt að losna við þennan leik úr kerfinu.
Athugasemdir
banner
banner