Það fóru fjórir leikir fram í efstu deild Þjóðadeildarinnar í kvöld, þar sem áhugaverðir slagir voru á dagskrá.
Mesta fjörið var í Póllandi þar sem Pólverjar tóku forystuna snemma leiks gegn Króatíu, með marki frá Piotr Zielinski, en lentu svo tveimur mörkum undir í kjölfarið eftir góða samvinnu Petar Sucic og Martin Baturina.
Nicola Zalewski minnkaði muninn aftur fyrir Pólverja skömmu fyrir leikhlé og var staðan því 2-3 þegar flautað var til hálfleiks.
Robert Lewandowski byrjaði á bekknum en kom inn á 62. mínútu og gaf stoðsendinguna fyrir jöfnunarmarki Sebastian Szymanski sex mínútum síðar.
Seinni hálfleikurinn var talsvert rólegri en sá fyrri og urðu lokatölur 3-3, þar sem Króatar eru með þriggja stiga forystu á Pólverja í baráttunni um annað sætið. Dominik Livakovic markvörður Króata fékk rautt spjald á lokakaflanum en tíu leikmönnum gestanna tókst að halda í stig.
Portúgal er með þriggja stiga forystu á toppinum eftir markalaust jafntefli í Skotlandi. Þar voru Portúgalir sterkari aðilinn og fengu fleiri færi en heimamenn komust einnig nálægt því að skora.
Boltinn rataði þó aldrei í netið og urðu lokatölur 0-0. Þetta er fyrsta stig Skota í haust og jafnframt fyrsti leikurinn sem Portúgölum mistekst að sigra.
Spánn vann þá þægilegan sigur gegn Serbíu þar sem Aymeric Laporte, Álvaro Morata og Álex Baena skoruðu mörkin á meðan Sviss gerði 2-2 jafntefli við Danmörku.
Svisslendingar tóku forystuna í tvígang á heimavelli, fyrst með marki frá Remo Freuler og svo Zeki Amdouni, en Christian Eriksen skoraði og lagði upp til að bjarga stigi fyrir Dani.
Danir eru með þriggja stiga forystu í baráttunni við Serba um annað sætið.
Þá fóru einnig leikir fram í C-deild þar sem Norður-Írar gerðu sér lítið fyrir og rúlluðu yfir Búlgaríu með fimm mörkum gegn engu. Kósovó lagði þá Kýpur auðveldlega að velli á meðan Rúmenía sigraði í Litháen og Belarús gerði jafntefli við Lúxemborg.
Pólland 3 - 3 Króatía
1-0 Piotr Zielinski ('5 )
1-1 Borna Sosa ('19 )
1-2 Petar Sucic ('24 )
1-3 Martin Baturina ('26 )
2-3 Nicola Zalewski ('45 )
3-3 Sebastian Szymanski ('68 )
Rautt spjald: Dominik Livakovic, Croatia ('76)
Skotland 0 - 0 Portúgal
Spánn 3 - 0 Serbía
1-0 Aymeric Laporte ('5 )
1-0 Alvaro Morata ('54 , Misnotað víti)
2-0 Alvaro Morata ('65 )
3-0 Alex Baena ('77 )
Rautt spjald: Strahinja Pavlovic, Serbia ('76)
Sviss 2 - 2 Danmörk
1-0 Remo Freuler ('26 )
1-1 Gustav Isaksen ('27 )
2-1 Zeki Amdouni ('45 , víti)
2-2 Christian Eriksen ('69 )
Kósovó 3 - 0 Kýpur
1-0 Amir Rrahmani ('30 )
2-0 Ermal Krasniqi ('52 )
3-0 Emir Sahiti ('71 )
3-1 Pieros Sotiriou ('88 )
Belarús 1 - 1 Lúxemborg
0-0 Valeri Gromyko ('11 , Misnotað víti)
1-0 Sergey Politevich ('54 )
1-1 Gerson Rodrigues ('78 , víti)
Norður-Írland 5 - 0 Búlgaría
1-0 Isaac Price ('15 )
2-0 Isaac Price ('29 )
3-0 Dimitar Mitov ('32 , sjálfsmark)
3-0 Kiril Despodov ('44 , Misnotað víti)
4-0 Isaac Price ('81 )
5-0 Josh Magennis ('89 )
Litháen 1 - 2 Rúmenía
1-0 Armandas Kucys ('7 , víti)
1-1 Razvan Marin ('18 , víti)
1-2 Denis Dragus ('65 )
Athugasemdir