De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   fim 15. nóvember 2018 23:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hannes: Geri í rauninni það sem ég ætla að gera
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við að mörgu leyti gera mjög vel í dag. Við erum aldrei sáttir þegar við töpum leikjum en eins og allir vita urðu ótrúlega skakkaföll í liðinu," sagði Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, eftir 2-0 tap í Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Belgía 2 -  0 Ísland

„Mér fannst við gera vel úr þeirri stöðu að halda þeim í 0-0 og fá ekkert færi á okkur í fyrri hálfleik. Við töluðum um það að þeir væru ekki að fara að komast í gegnum okkur og við myndum fá færið okkar."

„Það var lag að ná frábærum úrslitum hérna en svo fór sem fór."

„Við lokuðum mjög vel á þá og það hefði verið hrikalega sætt að fara hérna með 0-0, ég tala þá ekki um ef við hefðum náð að pota inn einu - það hefði allt þurft að ganga upp til þess."

„Það er margt jákvætt í frammistöðunni, við höfum verið að segja það mikið upp á síðkastið en það er staðreynd. Við vorum að prófa nýtt leikkerfi, við getum notað þetta þegar við erum að spila gegn sterkum þjóðum."

„Fyrra markið þeirra kemur eftir frábæra sendingu á milli varnarinnar, við eigum samt ekki að lenda í þessu þegar við erum með svona marga í varnarlínunni. Í seinna markinu nær hann snöggu skoti inn í teig, ég reyni að dempa boltann. Ég geri í rauninni það sem ég ætla að gera, ég dempa boltann og í 95% tilvika þá tekur maður boltann upp og heldur áfram. Í þetta skiptið datt hann fyrir sóknarmanninn sem er svekkjandi."
Athugasemdir
banner
banner