fös 15. nóvember 2019 20:00 |
|
Sindri Kristinn æfði með Hull City
Sindri Kristinn og nýjasti A-landsliðsmaður þjóðarinnar, Mikael Anderson, á U21 landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hull er í Championship-deildinni, næst efstu deild Englands.
Umboðsskrifstofan segir frá þessu á Instagram. „Sindri var í nokkra góða daga hjá Hull City," er skrifað við nokkrar myndir.
Sindri fór í síðasta mánuði til Noregs á reynslu Odd Grenland, sem er í þriðja sæti norsku úrvalsdeildarinnar.
Hinn 22 ára gamli Sindri er uppalinn hjá Keflavík en hann hefur leikið með liðinu alla sína tíð. Samningur hans við Keflavík rann út um miðjan október.
Sindri lék alla 22 leiki Keflavíkur sem hafnaði í fimmta sæti Inkasso-deildarinnar síðasta sumar.
Sindri á einnig 17 leiki að baki með yngri landsliðum Íslands og þar af níu leiki með U21 landsliðinu.
View this post on InstagramSindri Olafsson spent a few good days at Hull City Tigers
A post shared by First Touch (@first.touch.agency) on
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
17:56
21:06
17:10