Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 15. nóvember 2020 16:27
Ívan Guðjón Baldursson
England: Chelsea jafnaði Arsenal í uppbótartíma
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Arsenal mistókst að ná toppsæti ensku Ofurdeildarinnar eftir dramatískt jafntefli í stórleik gegn Chelsea.

Leikurinn var í járnum allan tímann og ríkti mikið jafnræði á vellinum.

Bethany Mead kom Arsenal yfir á 86. mínútu með fyrstu marktilraun liðsins sem hæfði rammann. Chelsea hitti aldrei rammann í leiknum en jöfnunarmarkið kom í uppbótartíma þegar Carlotte Wubben-Moy setti boltann í eigið net.

Arsenal er í öðru sæti eftir jafnteflið, einu stigi eftir toppliði Manchester United. Chelsea er í þriðja sæti, tveimur stigum eftir Arsenal en með leik til góða.

Arsenal 1 - 1 Chelsea
1-0 Bethany Mead ('86)
1-1 Carlotte Wubben-Moy ('91, sjálfsmark)

Brighton hafði þá betur gegn West Ham United í fyrri leik dagsins.

Rianna Jarrett gerði eina markið á 69. mínútu en það kom þvert gegn gangi leiksins.

West Ham stjórnaði leiknum en góður varnarleikur Brighton skóp sigurinn.

West Ham er með fjögur stig eftir sjö umferðir. Brighton er með átta stig.

West Ham 0 - 1 Brighton
0-1 Rianna Jarrett ('69)

Staðan:
1. Man Utd - 7 leikir - 17 stig - 17-7
2. Arsenal - 7 leikir - 16 stig - 30-6
3. Chelsea - 6 leikir - 14 stig - 19-3
4. Everton - 7 leikir - 14 stig - 17-8
5. Man City - 7 leikir - 12 stig - 18-8
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner