Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. nóvember 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: 11v11 
Fyrsta mark Íslands á Parken síðan í 14-2 tapinu 1967
Icelandair
Viðar skoraði mark Íslands í kvöld.
Viðar skoraði mark Íslands í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland skoraði í kvöld sitt fyrsta mark á Parken, þjóðarleikvangi Danmerkur, síðan 1967.

Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands í 2-1 tapi gegn Danmörku á Parken í kvöld. Hann jafnaði metin á 85. mínútu en Danir skoruðu sigurmark sitt úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Síðasta mark Íslands á Parken gerði Hermann Gunnarsson heitinn þegar hann minnkaði muninn í 9-2 í 14-2 tapi Ísland gegn Danmörku þann 23. ágúst 1967.

Ísland hefur spilað 23 leiki gegn Danmörku. Okkur hefur aldrei tekist að vinna, þrír leikir hafa endað með jafntefli og 20 leikir hafa endað með sigri Dana.

Ísland skoraði í vináttulandsleikjum í Danmörku 1974 og 2016, en þau mörk komu ekki á Parken. Ísland hafði spilað fimm leiki í röð á Parken án þess að skora fyrir leikinn í kvöld.

Sjá einnig:
Sjáðu mark Viðars - „Fannst við eiga að vinna leikinn"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner