Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - West Ham reynir að fá Gomes - Man Utd skoðar markverði
   þri 15. nóvember 2022 16:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mane missir af fyrsta leik Senegal á HM
Sky Sports greinir frá því að fjölmiðillinn hefði fengið svar frá senegalska knattspyrnusambandinu þar sem kemur fram að ekki sé búist við því að Sadio Mane spili með Senegal í fyrsta leiknum á HM.

Senegal mætir Hollandi næsta mánudag í öðrum leik A-riðils. Fyrsti leikurinn er opnunarleikur Katar og Ekvador sem fram fer á sunnudag.

Óvíst er hvort Mane geti spilað gegn Katar þann 25. nóvember eða gegn Ekvador fjórum dögum síðar.

Mane er algjör lykilmaður í senegalska liðinu, átti stóran þátt í að liðið vann Afríkumótið í janúar.

Mane, sem er leikmaður Bayern Munchen, meiddist gegn Werder Bremen fyrr í þessum mánuði og glímir við meiðsli á fæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner