Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   fös 15. desember 2017 09:00
Ingólfur Stefánsson
Íslenskur strákur semur við Strömsgodset - Í norska U18 ára landsliðinu
Mynd: Stromsgodset
Arnar Þór Guðjónsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við norska úrvalsdeildarliðið Strömsgodset. Arnar sem er 18 ára á bæði íslenskt og norskt vegabréf en hann var nýlega valin í u18 ára landslið Noregs.

Hann fékk tækifæri með aðalliði félagsins fyrr í vetur þegar liðið mætti Valeranga í æfingaleik.

Jostein Flo, yfirmaður íþróttamála hjá Strömsgodset, segir að mikil ánægja sé innan félagsins með það að Arnar hafi ákveðið að vera áfram hjá félaginu en mikill áhugi var frá liðum úr norsku og dönsku deildinni.

Sjálfur segist Arnar vera ánægður með undirskriftina.

„Þetta er minn heimaklúbbur. Mig hefur alltaf dreymt um að spila fyrir framan stuðningsmenn liðsins. Nú er markmiðið mitt að þroskast sem leikmaður innan sem utan vallar og takast á við nýjar áskoranir."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner