Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. desember 2019 06:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Farke: Besta frammistaða tímabilsins
Farke sáttur með stigið.
Farke sáttur með stigið.
Mynd: Getty Images
Norwich City kom mörgum á óvart í gær þegar liðið náði í stig í heimsókn sinni til Leicester City.

Daniel Farke knattspyrnustjóri Norwich var svo ánægður með frammistöðuna að hann talaði um að þetta hefði verið besta frammistaða liðsins á tímabilinu.

„Þetta var frábær frammistaða, við spiluðum gegn góðu liði og frammistaða okkar í dag var líklega sú besta á tímabilinu. Þetta eru mjög góð úrslit, það er smá svekkelsi í okkur að hafa ekki nýtt færin sem við fengum," sagði Farke.

„Mér fannst við vera betra liðið í fyrri hálfleiknum, við ætluðum að vinna og reyndum allt. Leicester var miklu meira með boltann en við fengum betri færi, við gerum okkar besta og gefum öllum alvöru leik. Við erum ánægðir með stigið, það gefur okkur einnig aukið sjálfstraust," sagði Farke að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner