Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. janúar 2020 22:05
Ívan Guðjón Baldursson
Fótbolta.net mótið: Stjarnan tók Gróttustrákana í kennslustund
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Stjarnan 4 - 1 Grótta
1-0 Guðjón Baldvinsson ('13)
2-0 Sölvi Snær Guðbjargarson ('35)
2-1 Jósef Kristinn Jósefsson ('50, sjálfsmark)
3-1 Halldór Orri Björnsson ('73)
4-1 Emil Atlason ('92)

Stjarnan mætti ungu liði Gróttu í annarri umferð Fótbolta.net mótsins í dag. Liðin áttust við í Kórnum og var meðalaldur byrjunarliðs Gróttu rétt yfir 22 ára samkvæmt Úrslit.net.

Guðjón Baldvinsson og Sölvi Snær Guðbjargarson skoruðu í fyrri hálfleik og var staðan 2-0 í leikhlé.

Grótta minnkaði muninn í upphafi síðari hálfleiks en Halldór Orri Björnsson jók forystu Stjörnunnar á nýjan leik á 73. mínútu.

Emil Atlason gerði fjórða og síðasta mark Stjörnunnar í uppbótartíma og voru lokatölur því 4-1.

Stjarnan er á toppi riðilsins með fjögur stig eftir jafntefli við ÍA í fyrstu umferð. Grótta er með þrjú stig eftir 4-0 sigur gegn Grindavík í fyrstu umferð.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner