banner
   fim 16. janúar 2020 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Sevilla borgar 20 milljónir fyrir En-Nesyri (Staðfest)
Mynd: Agencia EFE
Sevilla var að ganga frá kaupum Youssef En-Nesyri, 22 ára sóknarmanni Leganes. Hann kostar 20 milljónir evra, sem samsvarar rúmlega 2,5 milljörðum íslenskra króna.

En-Nesyri skoraði 9 mörk í 31 deildarleik á síðustu leiktíð og hefur gert 9 mörk í 32 landsleikjum fyrir Marokkó.

Sevilla hefur mikla trú á sóknarmanninum og gerði fimm og hálfs árs samning við hann, sem gildir þar til í júní 2025.

En-Nesyri gæti verið gjaldgengur strax á laugardaginn þegar Sevilla heimsækir Real Madrid í toppbaráttunni. Sevilla er í fjórða sæti sem stendur, fimm stigum frá toppnum.

Leganes er aftur á móti í næstneðsta sæti með 14 stig eftir 19 umferðir. En-Nesyri er búinn að skora 4 og leggja upp 2 í 18 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner